Saga - 1958, Blaðsíða 117
Tvær gerðir Flóamannasögu
Flóamannasaga hefur þótt heldur óvandlega
samin, og eina merka söguheimildin, sem höf-
undur hennar hefur vissulega notað, Sturlu-
bók Landnámu, er þar þynnt með hvergi nærri
vammlausri íþrótt.1)
Af þeim sökum hefur fræðimönnum sézt yfir
það, að Vatnshyrnutexti sögunnar, eina heila
gerðin, sem til er af henni, ber þess merki, að
hann hlýtur að vera eitthvað styttur í höndum
eftirritara og það af ráðnum hug og þannig,
sem sá ritari muni hafa haft annan smekk en
höfundurinn. Hér ræðir um útjaðar á vanda-
^iáli því, hvers eðlis heimildargildi Islendinga-
sagna er. Verður að eyða hér til þess nokkru
rúmi, en eigi svo miklu, sem þyrfti til grund-
vallarrannsókna á öllum mismun á textum sög-
unnar. Hér skal t. d. ekki andmælt beint þeirri
^íkjandi skoðun, að hinn aðaltextinn að Flóa-
mannas., B-gerðin, muni víða orðinn eitthvað
°rðfleiri en frumsagan var.
Finnur Jónsson gaf söguna út 1932, síðastur
*) Guðni Jónsson: Flóamanna saga og Landnáma,
A.fmælisrit helgað Einari Arnórssyni, Evk 1940, 126—
— Sbr. einnig Piet Onno Nijhoff: De Flóamanna
®aSa. Assen 1937. — Enn er órannsakað, hvort sjá megi,
f^aða texti af Eiríkssögu rauða speglist í Flóam.s., og
wúlega gætir þar fleiri ritheimilda um Grænland.