Saga - 1958, Síða 118
430
manna, og er sú útg. notuð hér. í formála henn-
ar hélt hann því fram (bls. VI—VII), að sögu-
upphaf hefði týnzt, en nokkrir fyrstu kapítul-
amir ásamt ýmsu í 6., 8. og 18. kap. hlytu að
vera yngri viðbætur til uppbótar fyrir hið
týnda. Með því að hvergi nýtur B-gerðar til
samanburðar við þessa kafla, skal tilgáta Finns
liggja milli hluta, en nærtækari og óflóknari
er skýring Guðna Jónssonar á því máli (áður
tilv. grein), þ. e. að höfundur Flóam.s. eigi
sjálfur sök á þeim ójöfnum, sem Finnur hnaut
um. Sumt af því mætti víst einnig skýra sem
afleiðing styttingar, en ég sleppi að gera það
á nokkrum stað, sem ástæða hefur þótt til að
blanda við tilgátu Finns.
Þeir menn, sem tilgreindir eru af því, að þeir
eru söguþræðinum nauðsynlegir, hafa hlotið að
vera í Flóam.s., þegar hún var samin. Þeirra
meðal eru Hæringur bróðir Þorgils, Þórólfur
frændi hans og Bjami spaki tengdasonur hans,
sonur Þorsteins goða.
Það er deginum ljósara, að í 10. kap. Vatns-
hymugerðar af Flóam.s. (merkt Vaz. hér á
eftir; aðalhandrit hennar, Ketilsbók, er AM
516, 4to), er týnd burt setningin: ok var þeira
’son Hæringr. (Þar er engin B-gerð). Þannig
er setningin orðuð í Landnámugreininni, sem
höf. hefur vissulega notað á þessum stað, þótt
Vaz. geti þar Hærings ekki neitt. Næst er Hær-
ings þörf í sögunni, þegar hefna þarf föður
hans. Þá segir formálalaust í 18 kap. Flóam.s.:
Hæringr son Þorgríms var xvii vetra. Hann
reið í Höfða til Teits Ketilbjamarsonar, frænda
síns, við þriðja mann (efnislega eins og í Land-