Saga - 1958, Side 119
431
námu, nema xvii mun vera misritun þaðan
fyrir xvi). Hæringur ekki áður kynntur í Vaz.
Frændsemi Hærings við Teit kemur þarna
í Vaz. án skýringar, og það birtist aðeins
óbeint í sögunni síðar, að Hæringur er sam-
mæðra Þorgilsi. Slíkur klaufi hefur höfundur-
inn ekki sjálfur verið. Staðhæfingin, að ætt-
færsla Hærings ( eða fæðing) hafi verið í 10.
kap. og týnzt í Vaz., væri því aðeins vafasöm,
ef Þorgrímur örrabeinn og einkasonur hans og
hefnir væru utanveltu við frumsöguna og einsk-
isverðir höfundi hennar. Svo er eigi, brottfallið
er því af tvennum rökum ótvírætt.
I 30. kap er eigi varðveitt nema Vaz. Þar
segir: MaSr hét Þórólfr; hann haföi verit meö
ÞórSi föður Þorgils ok náinn frændi. Hann átti
fé at Þorgilsi, ok beiddi Þorgils, at hann
(Bjami) mundi gjalda Þórólfi xl hundraöa.
Hér hygg ég ritari Vaz. sé að kynna mann
áður nefndan í sögunni, og hefur ýmsum dottið
það fyrr í hug.1) Ef skuldin við Þórólf hefði
Wyndazt í sambandi við atburðina, sem gerzt
höfðu í sama kapítula, það er eftir heimkomu
Þorgils úr Grænlandsförinni, furðar mann á,
að höfundur nefndi ekki tildrögin, því að fé-
gleggni gætir verulega hjá honum. Þetta skil
ág svo, að skuldin hafi myndazt heima, meðan
a Grænlandsfjarverunni stóð, og þó eigi sem
heimanfyigja Þórnýjar, runnin í Bjarna garð,
Pví að þá mundi sagan kalla þetta gjald Bjama
endurgreiðslu. Skýringin er ekki til í Vaz., held-
.*) Rökstutt með öðrum hætti en ég geri af Nijhoff,
aður tilv. rit, 63—65.