Saga - 1958, Side 120
432
ur í B-gerðinni, sem brátt verður meira sagt
frá. Þar stendur, þegar segir af brottbrúnaði
Þorgils til Grænlands: Þórólfr hét maör, er
Þorgils fekk í hendr ómagabú. Þetta ómagabú
hefur verið til framfæris einhverju skylduliði,
sem ekki skyldi til Grænlands, og mun Þorgils
nú hafa skuldað þessum frænda sínum 40
hundruð af fúlgu ómaganna, þegar reikningum
þeirra lauk. En ritari Vaz. hefur ekki skilið
orðið ómagabú á þessum stað1) og breytir því
einfaldlega í bú, sem hlyti þá að tákna allt
Traðarholtsbúið. En það leiddi til þess, að hann
var neyddur að gera stærri breytingu. I stað
orða B-gerðarinnar: Þorgils fekk nú í hendr
Hæringi bróSur sínum fé sitt til varðveizlu,
stendur sem sé í Vaz. einungis: Hæringr tók
viö gózum Þorgils. I mótsögn við það kemur
þó í ljós í Vaz. sjálfri við heimkomu Þorgils,
að það er Hæringur, sem öll fjárráðin hefur
haft, enda býr þá búi Traðarholts fyrir Þorgils
hönd, en Þórólfur ekki. Þessi tegund af breyt-
ingum er auðskilin, ef ómagabú er upphaflegt
orð, brottfellt af fáfróðum ritara, en breyting-
in ella óskiljanleg. Ónóg er skýringin að vísu
til að finna orsök þess klaufaskapar að kynna
Þórólf alveg á nýjan leik í 30. kap. En þessi
saga hefur marga hnökra.
1 30. kap. er nefnd „Þórey“ Þormóðardóttir,
„móðir Þorsteins goöa, fööur Bjarna spaka •
Þetta er rétt ætt. Hitt er því aðeins fom nxis-
lestur, sem er jafnt í báðum gerðum, að kalla
Bjarna í Gröf annarstaðar son Þorsteins „rauóa
!) Sjá Grág'. I a, 230—35, um varðveizlu ómagabús í
frænda höndum.