Saga - 1958, Side 125
437
Þorgils þessi athugasemd, sem vantar í Vaz.:
ok gerðist hann ríkr maSr, svá at Ásgrímr Eli-
iða-Grímsson bar ekki af honum á þingum. En
alvara þeirra ummæla vex í ljósi 20. kap. sam-
kvæmt Þórðarbók, þar sem segir, að Hæringur
tæki við goöoröi því, er Þorgils haföi haft. Eftir
því að dæma hefur þingmannasveit Þorgils eigi
staðið að baki þingmannasveit Ásgríms á þing-
um um fjölda og mannval. Eigi segir þarna,
að Þorgils ætti goðorðið, en hann hafSi það. Eigi
er þess getið, að Þorgils tæki síðar á ævi við
goðorði af Hæringi. Eina vitneskjan önnur í
sögunni um goðorðsvöld Flóans eða stærra
héraðs er sú, sem í báðum gerðum er orðrétt
eins, að Þorgrímr var góðr forstjóri heraósins
(10. kap.). Goðorðið er sem sé í höndum þeirra
Hærings, feðganna, bæði það tímabil, nálægt
tveim áratugum, sem Þorgrímur býr í Traðar-
holti, og eins frá því Þorgils heldur til Græn-
iands og til söguloka, að ætla má. Ef frum-
sagan hefði haft þetta öðruvísi, ætti Vaz. að
bera einhver merki þess, en gerir það hvergi.
Heldur styður hún, og hið fáa, sem uppvíst er
um goðorð milli Þjórsár og Hvítár, fremur að
því, að þetta geti verið ættað úr gömlum mann-
fræðiskrám eða af sömu rótum og Landnámu-
frásagnirnar. Söguleg vissa er það ekki fyrir
því um neinn þessara höfðingja.
Vaz. er í samræmi við sig í því að sleppa
Hæringi úr 10. kap., eins og fyrr segir, sleppa
honum úr niðurlagi 18. kap. (Hæringr bjó nú
á Stokkseyri), sleppa goðorðsviðtöku hans og
ætla Þórólfi í hans stað að búa Traðarholts-
húinu, að því er virðist (þótt teygjanlegt sé
e- t. v. tökuorðið góz úr þýðingum helgum).
4