Saga - 1958, Page 126
438
Miklu líklegra er, að það sé ritari, sem eyðir
í ógát tengslum söguhetjanna, heldur en höf-
undur hafi ekki hugsað sér slík tengsl; ósenni-
legt, að ritari hafi keppzt við síðar að upp-
hugsa þau til að bæta söguna.
I sögulok segir skinnbókin, að þeir voru
grafnir hver hjá öðrum að kirkju Skafta, mág-
arnir Þóroddur, Þorgils og Bjarni spaki, —-
lagðir í eina gröf. Misskilningur á textanum
þar er að halda, að þeir hafi grafnir verið
samdægris allir; virðist sá skilningurinn lagð-
ur í þetta í Vaz., en viljandi tempraður skyn-
seminni. Þorgils andast. „Þessu nærri andað-
ist Þóroddr bóndi“ o. s. frv. Skapast af því
tímatalsvilla, sem getið var. Bein þeirra voru
flutt við kirkjufærslu (samkvæmt ákvæðum í
Kristinrétti eldra). Þau voru tekin (úr einni
gröf) og í eina gröf sett að nýju, segja loka-
orð sögunnar. I þessu samanburðardæmi er þa'ð
frásögn skinnbókarinnar, að Þorgils andaðist
á Hjalla, en í Vaz. er svo helzt að sjá, að lát
hans gerist að lokinni heimboðsför til Hjalla,
og væri heimboðið þá laust úr samhengi sög-
unnar og þar með óþarft atriði. Þetta sýnir,
að Vaz. er breytt. Orðalagið að fara til bús,
þ. e. til dvalar í búi á tilteknum stað, er nokk-
uð fátítt.
Nú skal litið á efnislega ólík dæmi, þar sern
atburðarás virðist heillegri í Þórðarbók en i
Vaz., og byrjað í 19. kap.
I báðum gerðum tekur viðræða Þóreyjar við
Kol mikinn tíma, svo að Þorgils kvartar um
að bíða lengi matar. Þeim, sem les um viðræð-
una í Þórðarbók, skilst það vel, en síður hin-
um, sem aðeins les hin stuttlegu orðaskipti við