Saga - 1958, Page 127
439
Kol í Vaz. Þar hafa þau verið stytt. í Þb. get-
ur bæði um stofu og skála, matazt er í stofunni,
viðræður í hjónarekkju í skálanum á eftir. Þess
vegna leiðir Þórey Kol í skálaskot til að heyra
þær eigin eyrum. En í Vaz. fer hann í skot eitt,
fær um leið þá skipun að láta hljótt um sig
og spyrja sjálfur Þorgils, hvort hjálpar sé von.
Sú skipun reynist í ósamræmi við sögufram-
haldið; Þórey sjálf biður Þorgils hjálparinnar.
Texti Vaz. er mjög styttur og mun saminn upp
úr texta Þórðarbókar.
Málsgreinin: Þorgils hafði allskonar fé, ef
hann vildi þar staðfestast, — mun vera upp-
hafleg í 20. kap., en týnd úr Vaz. Ef svo væri
eigi, kæmi kynlega fyrir setning í 22. kap.,
þannig orðuð í Vaz.: Dautt var fé þeira flest.1)
Dæmi um flausturslegt eftirrit er þetta í
22. kap. Vaz.: Nú líðr á vetrinn, ok máttu þeir
eigi burt leita fyrir ísum. Sbr. Þb.: Nú líðr af
'vetrinn, ok máttu þeir þó eigi á brott komast
fyrir ísum. Þetta vekur sterkan grun um, að
uiálsgreinin á undan í Þb. sé upphafleg. Og
svo reynist við framhaldslestur sögunnar. Því
aðeins gátu þrælarnir strokið og það með far-
angur mikinn, að þeir Þorgils voru búnir að
gera skip sjófært. Þessa er eigi gætt í Vaz.,
styttingin aflagar.
Sögnin, að huldukonur eða tröllkonur tóku
skip Þorgils og skiluðu því aftur, er heilleg í
skinnbókinni, en er svo mjög stytt í 24. kap.
Vaz., að enginn fær skilið hana. Sama reynist
■*) Um Þorfinn karlsefni og fénað í skipi hans mun
höfundur Flóam.s. hafa lesið sér til fyrirmyndar (ísl.
ÍQrnrit IV, 224, 261).