Saga - 1958, Side 128
440
síðar í þeim kap., þegar segir af þorsta þeirra
bátverja á sjónum. Eftir að þeir eru rónir til
hafs fyrir fjarðarmynninu, týnir Vaz. allri vit-
und um ísa í nánd eða að vatnsvon sé á þeim,
og hún lýkur frásögninni, fjarri landtöku, með
því, að þeir sjái vatn renna, líklega úr strandar-
hömrum. Hér sýnist viljandi breyting gerð á
eðlilegri frásögn skinnbókarinnar, en líklega
með það eitt í huga að stytta.
Fleiri vitna þarf ekki um það, að Vaz. er eitt
hinna ótvíræðu dæma um Islendingasögur, sem
skrifarar hafa stytt á 14. öld. Sennilega hefur
sagan verið stytt, áður en Vatnshyrna var rit-
uð, þótt hér skuli eigi talin upp rök til þess.
A. m. k. er ekki stætt á því að segja, að stytt-
ingin stafi af breyttuin aldarsmekk frá því, að
höfundur festi Flóam.s. á bók, því að sá, er
stytti, gat eins vel verið einhver jafnaldri hans.
Samtímamenn hafa stundum sinn aldarandann
hver, en stílmunur er þó oft persónulegur, og
styttingarvilji gat af mörgu sprottið.
Til viðbótar dæmum þeim, sem sanna skyldu
mál mitt um styttinguna, hæfir að taka fáein
önnur úr sömu köflum, og má vita fyrirfram,
að vinnubrögð Vaz.-ritarans hafi verið þar lík,
hann hefur viljað bæta með þeim söguna:
19. kap. Vaz.:
Þorgils riðr sem áðr um
heraðit og Kolr með honum,
sækja mannamót, og verðr
nú óþokki mikUl manna á
milU. Höfðingjum þykkir
mein á þessu ok leita um
sættir. Þorgils býðr ekki
sættir.
Þórðarbók:
Þorgils riðr allt at einu ui»
heraðit ok Kolr með honuin,
sækja mannamót, ok
af því óþokki millum heraðs-
höfðingja. Heraðsmönnum
þykir mein at ok leita u ®
sættir, en Þorgils býðr eng-
ar bætr fyrir Kol. Heraðs-
menn leggja nú fund tif _
leggja allir fé tU við Asgru11