Saga - 1958, Page 131
443
svinnr, en móðugr ok mjök
þungrækr við þá, er eigi
vildu sik vel siða. Hann var
tryggr og trúrækinn, guð-
hræddr ok góðr vinum sín-
um. Er ok mart stórmenni
frá honum komit ok viða
dreifst um land várt.
Vel hentar að líta á þessi dæmi í öfugri röð
og fyrst hið síðasta. Texti skinnbókarinnar hef-
ur fengið harðan dóm fyrir mærð sína, eins og
ég get um síðar, og m. a. hefur stuðlun orðið
þar mönnum til ásteytingar.
Hugsum okkur, að mannlýsingin í Vaz. sé
orðuð af höfundi sögunnar. Þá kemur lýsingin
vel stilltr úr hörðustu átt, því að fáir voru skap-
bráðari en Þorgils, og þess er oft getið, hve
vanstillt var til við hann, hve oft þurfti að sefa
hann og að oft iðraði hann fljótræðis síns og
ofsa. En vel stilltr er fallegar stuðlað í Vaz.
en vinveittr, sem er samsvarandi rímorð í hin-
um textanum. Orðin: þoldi vel ok karlmannliga
stórar mannraunir, — eru tekin að láni úr
sögunni framar, a. n. 1. úr upphafi 11. kap.
Eigi verður neitað, að það kynni höfundur sjálf-
Ur að hafa gert, en líkara er það eftirritara,
sem kaus að losna við vaðal úr forriti og setja
þá aðeins eitthvað í staðinn, án hugsunar-
áreynslu.
Skinnbókartextinn er eflaust hvarvetna upp-
haflegri, nema þar finnist verulegt ósamræmi
við anda og orðbragð meginsögunnar. En það
verður tæplega sagt. Enginn ber það á Vaz.
ritarann, að hann hafi sótzt eftir að auka stuðl-
anir eða klerkastíl, er hann styt.ti; hann hefur
^regið úr sliku. En nokkuð af því varð kyrrt
1 Vaz., þar á meðal vinfastr ok v... í sögu-
L