Saga - 1958, Blaðsíða 132
444
lokin. í 11. kap er og svipaður íburður í mann-
lýsingu: fríðr maSr sýnum ok drengiligr í við-
bragSi ok skýrligr, hár á vöxt ok réttvaxinn,
sterkr at afli, harögörr ok skjótráðr, gegn ok
öruggr, örðigr ok allra manna bezt vigr ok
hinn hraustasti í öllum mannraunum ... stór-
lyndr ok þó stööugr, hjartaprúðr ok hugstórr,
stóöst vel margar mannraunir, er hann hlaut
at bera. Víða er þvílíkt orðalag (í Vaz.-texta):
Gyöa var margkunnandi á fyrnsku ok fróöleik
(13. kap.), — Jarl mælti: „Betra er at deyja
viröuliga en lifa skammsamliga“. (15. kap.), —
„ok munu helgir menn hjálpa þér fyrir hreint
líf ok mannraunir“ (23. kap.; þessi stuðlun er
þó eigi í Þórðarbók), — og hafa menn aldrei
rengt það, að sagan hefur í þessu sem öðru
klerklegan svip, sem er henni upprunalegur.
Hér eftir verður að hafa það fyrir satt, að
lýsingarorðanotkunin í sögulok í AM 445 b, 4to,
sé hin upphaflega og veiti fræðslu um höfund-
inn.
Þá er það álitamál um skilning á sögunni,
hvort Þorgils ætlaði að flytja Þórarin bryta
sinn til byggða eða lét drepa hann fyrir illan
grun og samneyti við þrælana. Ef frumsagan
var sú, að drepinn væri hann, sést eigi tilefm
yngri ritara til þess að losa söguna við það dráp.
því að nóg voru þar önnur dráp eftir. Sjúk-
leiki Þórarins virðist einnig nauðsynlegur þvl
til skýringar, að hann hefði orðið eftir þarna,
þegar þrælarnir komust til byggða. Vaz.-rit-
arinn mun hafa sleppt sjúkleiknum, af því a<;
honum hefur víst þótt einfaldast að gizka a
skjótari dauðdaga grunuðum manni til handa.
önnur atriði eru og sýnileg stytt í Vaz.