Saga - 1958, Page 133
445
Viðureign söguhetjunnar við Þór í 20. kap.
er tekin í Vaz. styttingarlítið, en síðar hefur
þetta umræðuefni farið að þreyta ritara hennar
og samdráttur orðið hjá honum. Orð frumtext-
ans: Nú kom kristni á land (þ. e. kristniboð
til landsins) misskilur hann sem kristni hafi þá
komizt á Island (allt), eða þannig hafa menn
skilið Vaz.-textann.1)
Tvítekning sýnis:t það í fljótu bragði vera,
er Þorgils og Þórey láta hvort eftir annað í ljós
með nærri sömu orðum löngun sína að setjast
aftur vegna draumsins. Þetta hefur Vaz.-rit-
ari „lagfært". En viðlíka tvítekning orðalags er
alltíð í Flóamannasögu, og í þessum stað er
hún áhrifamikil.
Dæmið úr 19. kap. um mál Kols seka er stór-
um girnilegt til fróðleiks. Óþokkinn millum
héraðshöfðingja er milli Ásgríms Elliða-Gríms-
sonar, sem sagan telur goðorðsmann, og Þor-
gils, goðorðsmanns að dómi eldri gerðarinnar,
?£ í báðum gerðum er Þorgils höfðingi ok virö-
lngamaðr mikill, eins og segir í lok 30. kap. og
J) Safn til sögn fsl. I, 421—23, og Finnur Jónsson:
oldnord. og oldisl. litt. hist. II, 751, sem segir, að
Þorgils „ár 1000 lod sig döbe.. Sagaens tidsregning
er heller ikke ganske i sin orden; Grönlandsrejsen má
^ære foretagen för og ikke efter ár 1000“. Rétt skilinn
^efur eldri textinn enga fullyrðingu um það, hvenær
a árunum 982—999 Þorgils tók kristni. Má þakka það
''arfærni höfundar um tímatalið. Hann hefur ekki vitað
Pnð, að Þangbrandur skírði „Þorgils úr Ölfusi“ um
^•ma leyti og Hjalta Skeggjason og Gizur hvíta (sögn
Jóðreks munks, sjá hér síðar bls. 489). Þótt Þorgils
. .e. t. v. ekki verið langdvölum í Ölfusi nema í gröf
nm, er þarna um engan að ræða nema hetju Flóa-
mannasögu.