Saga - 1958, Page 134
446
víðar með ýmsum orðum. í augum Vaz.-ritar-
ans leiðir af þessu, að engum nema höfðingj-
um er fært að biðja slíka stóreflismenn að sætt-
ast, og það lætur hann „höfðingja" gera. Setn-
ingin um þá sáttaumleitun verður samt til-
gangslaus hjá honum, því að framhaldi hennar
er sleppt, engin sáttaumræða tekst, það við-
fangsefni gleymist í Vaz. Þó hlýtur frumsag-
an að hafa sagt frá, að sýkna Kols var færð
á þingi, því að hvergi er hann skógarmaður
síðar í sögunni. Skortur þekkingar á þjóðveld-
islögum mun hafa verið eitthvað minni hjá
höfundi en Vaz.ritara. Og samskot árneskrar
alþýðu í bótagjöld til að sætta höfðingjana
nauðuga eru frásöguatriði, sem á skyldara við
veruleik 13. aldar en við hetjuhugmyndir hinna
rómantískari Islendingasagna.
Eftirmáli þessarar rökræðu hlýtur að verða
endurmat á stöku fullyrðingum hjá fræðimönn-
um. Ýmsir þeirra hefðu verið líklegir til þess
á 14. öld, ef þeir hefðu lifað þá, að breyta Flóa-
mannasögu líkt og Vaz.-ritari hefur gert og
hefðu víst kosið að breyta betur og meir. Þeini
gat meira að segja komið í hug, að með þvl
gætu þeir fært hana nær sannleikanum um
forna viðburði. Mismunur á sennilegu og sann-
sögulegu var í þá daga enn. óljósari en hja
söguunnendum 19. aldar, umbótahneigðin söm-
Nú verður hins vegar öllum ljóst, að svo
ótraust heimild sem mærðargjörn fornsaga
hlaut að vera, gerð um 1300 úr ættarskrám,
munnmælum og getspeki, tekur þó steininn ur
fyrir straumi rangskýringa og sakleysislegs
hugarburðar, þegar stílfær ritari endurbsetir