Saga - 1958, Page 135
447
fornsöguna í skyndi og losar hana m. a. við
sem flesta hnökrana. Þetta hefur gerzt miklu
oftar en nokkur veit, en því fleiri dæmi þess
sem sannreynd verða, því ljósara verður margt
um almennt heimildamat á þessari bókmennta-
tegund. Áður en nefnd séu í þessu Ijósi dæmi
um aðrar Islendingasögur í 2—3 gerðum, skal
sagt frá dómi tveggja mætra fræðimanna um
gerðir Flóamannasögu.
Guðbrandur Vigfússon bjó söguna fyrstur
til útgáfu og ræddi mun gerðanna.1) Hann
virðist fyrst hafa verið á báðum áttum um
þessa sögu:
„Það, hvort styttri eða lengri Flóamannasag-
an sé hin eldri? — þótt úrskurður um það sé
torveldur vegna þess, hve varðveitta brotið af
hinni síðarnefndu er stutt, virðist réttara að
líta svo á, að styttri gerðin sé hin uppruna-
|ega, í hinni sé um nánari útfærslu og aukn-
ingu hennar að ræða. Að minnsta kosti er það
svo um langflestar Islendingasögur, sem varð-
veittar eru í styttri og lengri gerð um sama
söguefni, eins og t. d. Gísla sögu Súrssonar,
Hallfreðarsögu, Víga-Glúmssögu og ýmsar aðr-
ar. að þar hefur alstaðar styttri gerðin reynzt
Vera hin upprunalega, alveg í samræmi við
fíðarandann, sem fjarlægðist því meir sem síð-
ar varð frá gagnorðum stíl og einfaldleik hinna
klassísku Islendingasagna. Einkum fór svo um
Segur frá byrjunarskeiði ritunarinnar, marg-
Fornsögur. Vatnsdælasaga, Hallfreðarsaga, Flóa-
^annasaga, Leipzig 1860. Vorrede XXXI, XXVII—
y-XVlIIj þýtt á þýzku af Th. Möbius, en endurþýtt nú
Ur henni á íslenzku það, sem sér varðar.