Saga - 1958, Page 138
450
Staðar skal numið, að fengnum ályktunum,
sem skynsamir lesendur munu draga af saman-
burði sínum á ummælum Guðbrands og Finns
við rannsóknarniðurstöðurnar fyrr í greininni.
Að lokum skal athygli vakin á bókmennta-
einkenni, sem greinir aðferðir í Islendingasög-
um frá sagnfræðistarfi eins og því, sem Sturla
Þórðarson vann á seinni hluta 13. aldar við
endurritun sína á Landnámabók. Ekki verður
af handritum ráðið, að nein Islendingasaga
hafi verið til skráð í mismunandi gerðum fyrir
1250, né að nokkru sinni hafi slík saga verið
tvívegis skráð sjálfstætt upp úr rituðum og
munnlegum heimildum. En frá seinni hluta
aldar og frá 14. öld eru hin fjölmörgu dæmi
um sögur í 2 eða fleiri gerðum, sem varðveittar
eru meira eða minna heilar, en um ýmsar aðr-
ar er vitað, þótt glataðar séu. Nokkrar voru
lengdar eins og Gíslasaga og Ljósvetningasaga,
en fleiri styttar að orðalagi eins og Egla,
Bandamannasaga, Eiríkssaga, Flóamannasaga,
Glúma eða sumpart styttar, einnig auknar á
köflum, sem menn hafa þótzt finna dæmi um
1 Fóstbræðrasögu og Hallfreðarsögu. En allar
breytingamar, að frátöldum smámunum tekn-
um úr ættartölum eða skráðum sögum, virðast
gersneyddar því að sýna nokkra munnlega
sögugeymd, sem alvarlegt mark hafi verið tak-
andi á eftir 1250 um sögualdarskeiðið. Hafi enn
lifað öldungar þá, er slík minni varðveittu, hef-
ur bókmenntastefna Islendingasagna ekki
hneigzt að því lengur að hlusta á þá. Aðferð
Vaz.ritarans við að lagfæra Flóamannasögu ei
t. d. ekki vitund heimildasnauðari og ósagU'
fræðilegri en aðferð dálítið sjálfstæðari höf*