Saga - 1958, Page 141
453
Því að það sá hann gæti orðið meira krafta-
verk, ef sól gengi öfugt við það, sem hún er
vön, heldur en þótt hún hraðaði sér vanaleið-
ina. Vissulega, þó að hún gengi þá mun hærri
leið, þ. e. svifi ofanjarðar í austrið, yfir í brum
annars dags án nætur í milli. Þetta er og það,
sem þeir sjá gerast nokiíra daga hvert sumar,
er dveljast í eynni Thyle, sem er handan við
Bretland, eða á yztu landjöðrum Skýþa.1) Því
að annarstaðar á jörð hnígur sól til viðar og
gengur undir hana,2) sést í þessum (löndum)
engu að síður náttlangt ofanjarðar, og þannig
líður hún lágt úr vesturátt til baka í austrið,
sést glöggt, unz hún kemst enn að nýju á hent-
ugum tíma í sólarupprásarstað, þann sem er
’) Lönd Skýþa eru í ritum Beda ávallt Norðurlönd,
sem hann vissi vel, að lágu ekki „handan við Bretland"
eins og Thyle hans. Um Orkneyjar og sjálfsagt Hjalt-
land vissi Beda ofmikið til að rugla þeim saman við
íshaf og miðnætursól, og sama mundi gilda um Fær-
eyjar, ef hann hefði vitað um þær. De temporum ratione
gerir ráð fyrir sólskini um nætur allt sumarið og sex
mánaða óslitnum degi (sbr. hina vægilegu þýðingu orða
þeirra í formála Landnámu). Um slíkt mætti fremur
tala nyrzt á Finnmörk í Noregi, og mun lýsingin runn-
in allt frá Pýtheasi og Thule hans. Það, að Beda leið-
réttir í þessum texta nætursólina í Thyle og segir hana
s.íást þannig aðeins nokkra daga sumarsins, bendir
sterklega til íslandsvitneskju, sem hann hafi haft úr
ferðum samtíðarmanna sinna. Sjá nánar bls. 454 nmgr.
í*á eru ummælin hér elzt af öllu, sem rök eru til að
telja vera sögu fslands á bókum.
...2) Beda miðar hér næturferðalag sólar við það, að
Jörðin er hnattlaga. Annarstaðar í ritum hans sést, að
nann hafði þá þekking frá forngrískum náttúrufræð-
ingum, og frá Beda barst hún bæði til Adams Brima-
klerks (sjá bls. 469) og til íslenzkra 12. aldar manna,
an kess að það breytti heimsmynd alþýðu.