Saga - 1958, Side 144
456
Ýmist er þær að finna sunnan þess lands eða
vestan, en miklu fleira er af eyjum á heim-
skautsbaugssvæðinu og norður þar. Á sumum
þessara eyja hef ég dvalið, til annars hef ég
komið, enn aðrar hef ég aðeins séð, um sumar
hef ég lesið.
Plinius yngri fræðir menn um það í 4. bók
sinni, að Pýþeas frá Massilíu segi Thile liggja
sex daga sigling norður frá Bretlandi.1)
Um þá stöðugt óbyggðu ey tók Isidorus svo til
orða í 14. bók sinni um upprunaskýringar:
„Thyle, fjarlægasta ey hafsins milli norður-
og vesturbeltis jarðkringlunnar, handan við
Bretland, hún ber nafn af sól, því að sólin
gerir þar sólstöður á sumrin“.2)
og allir fræðimenn síðan hafa kallað því nafni. Þess
vegna hefur hann enga tilhneiging til að gera neitt sér-
stakt úr því, að hann sé hér að bæta við nýrri vitneskju
um það eyland. — Eins og að framan er hér haldið
breytilegum rithætti höfunda: Thule, Thile, Thyle>
Tile, Þýli (helzt í kvk. á íslenzku).
!) Gajus Plinius, 23—79 e. Kr., ræddi víða um Thule
í náttúrusögu sinni, Naturalis historia, og telur dag
vera þar 6 mánuði og nótt aðra 6 á ári, en í öðrurn
stað ritsins, að nóttleysa sé um sólstöður, meðan sól er
í krabbamerki, en enginn dagur um vetrarsólstöðui'-
Margt segir þar fleira, sem ólíkt er íslandi, en ekkert,
sem þarf að snerta það land.
2) Isidorus biskup frá Sevilla reit á árunum 622—33
eina frægustu bók sína, Etymologiae sive origines, (her
borið saman við útg. þess rits í Oxford 1911, Tomus
II, liber 14:6). Ummælin eru í kafla um eyjar ýmissa
hafa og næst á undan Orkneyjum. Isidorus segir þar>
að handan við Thyle sé engin dagsbirta, — „af ÞV1 er
sjór hreyfingarlítill og frosinn". Þrettán af Orkneyjum
segir hann vera byggðar, en getur ekki norðlægarl
byggða. Isidorus leitaði afarvíða heimilda. Verður var a
fullyrt nú, hvaðan hann fékk nafnið Sóley.