Saga - 1958, Side 145
457
Priscianus talar um hana í Periegesis* 1) eitt-
'hvað skýrlegar en Isidorus:
Að Þýli, er sindrar við sól jafnt um nætur og daga,
fer sxfari líðandi shipum um haf geiminn opna.
í logreið um brattfarinn skauthimin
dýrahrings dreginn
dagroða kyndir þá sólguð l hrimnorðurs ríki.
Skýrar og fyllra en Priscianus hefur Julius
Solinus ritað um eyna, þegar um Bretland er
fjallað í syrpu hans: „Thile, fjarlægasta eyjan,
þar sem engin nótt er um sumarsólstöður, þeg-
ar sól er að fara um merki krabbans, og að
sama skapi engin dagsbirta um vetrarsól-
hvörf“.2)
Fyrir þrjátíu árum sögðu mér klerkar, sem
dvalizt höfðu á eynni frá febrúarbyrjun til
ágústbyrjunar, að ekki aðeins um sumarsól-
stöður, heldur einnig dagana á undan og eftir,
sé eins og sólin feli sig bak við dálítinn hól á
kvöldin, er hún gengur undir, þannig að ekkert
rökkur verði þessa örstuttu stund og maður
&eti gert hvað sem hann vill, jafnvel tínt lýs
úr skyrtu, eins og sól væri á lofti, og ef menn
væru þar uppi á háfjöllum, mundi sól ef til vill
aldrei hverfa þeim. Á miðri þessari örstuttu
J) Priscianus var mikill málfræðingur um 500 og
Pýddi nokkuð frjálslega Periegesis, gríska landafræði
1 Ijóðum (skólabók) eftir Dionysios, sem uppi var á
2- öld, að talið er, og tíndi efni sitt úr eldri ritum.
2) Hið umgetna rit eftir Solinus, rómverskan land-
fræðing á 3. öld e. Kr., mun vera jarðarlýsing hans:
Z°llectanea rerum memorabilium, sem tekur orð sín um
■Thule eingöngu eftir Pliníusi.