Saga - 1958, Síða 146
458
stund verður lágnættið um miðbik jarðar, og
því hygg ég, að bjarmi sólar sjáist á hinn bóg-
inn örskamma stund í Thile um vetrarsólstöður
og fáeina daga undan og eftir, þegar hún er í
hádegisstað á miðri jörðinni, og þess vegna
skjátlast skökberendum, er þeir hafa ritað, að
hafið sé þar ísi lagt og stöðugur nóttlaus dag-
ur frá vorjafndægrum til haustjafndægra, en
sífelld nótt á hinn bóginn frá haustjafndægr-
um til vorjafndægra,1) því að sæfarar þessir
sigldu til eyjarinnar á þeim tíma, er eðlilegt
var, að mikill kuldi væri, og dvöldust þar, og
voru þá dagar og nætur alltaf til skiptis nema
um sumarsólstöður. En eftir eins dags sigling
frá eynni í norður fundu þeir frosið haf.2)
Klasi af öðrum eyjum er í norðanverðu Bret-
landshafi, og geta menn náð þangað á tveim
sólarhringum, ef frá Bretlandseyjum nyrzt er
siglt þangað beint og fullum seglum í stöðugum
byr. Klerkur einn guðhræddur sagði mér, að
hann hefði komizt til einnar af þessum eyjum
á sólarhring og eftirfarandi degi að sumri til,
á (aðeins) tveggja þóftna bát. Ýmsar eyjanna
eru mjög litlar, nær allar saman aðgreindar
með mjóum sundum, og nálægt heilli öld bjuggu
x) Frásögn Beda hér að framan, að sólskinsnætur séu
fáa daga úr sumrinu á Thile, er sýnilega ekki í huga
Dicuílusar, þegar hann ritar ádeilu þessa, og líklega
hefur hann ekki þekkt hana, aðeins hina, sem Beda
tekur upp í De temporum ratione. Lokamálsgreinin, að
dagsigling ein sé frá eynni norður í frosið haf, mun
vera Dicuílusi nokkur röksemd þess, að eyin sé vissu-
lega gamla Thile.
2) í greininni: Fyrir þrjátíu „... frosið haf — ef
að mestu fylgt þýðingu Jóns Jóhannessonar. Sbr. þ°
Bogi Th. Melsteð: íslendmga saga I, 1903, 9—10.