Saga - 1958, Síða 148
460
. .. Aðrir segja, að bæði þá og áður færu
biskupar og prestar frá heimkynnum sínum í
Englandi að boða fagnaðarerindið og hafi þeir
skírt Ólaf og fleiri, fremstur þeirra væri Jó-
hannes nokkur biskup, og aðrir verða síðar
nefndir. Sé þetta satt, fer móðurkirkjan í Ham-
borg, segi ég, ekki að öfunda það, þótt utan-
aðkomandi menn hafi gert sonum hennar góð-
verk.1)
tJr II, 57. kap.
(Ólafur Haraldsson) hafði margt biskupa og
presta með sér frá Englandi og undirbjó Drottni
hjarta sitt eftir áminningu og kenningum þeirra
og fól þeim að stýra þjóð þeirri, sem hann réð
fyrir. Ágætir að kenningu og dyggðum voru
Sigfrid, Grímkell, Rudolf og Bernhard.2) Þeir
!) Afbrýði milli þýzku og ensku kirkjunnar var
mögnuð og birtist óbeint í þessum orðum.
2) Grímkell er í Heimskringlu talinn hirðbiskup Ólafs,
en Sigurður (=Sigfrid) annar biskup hans og ber
stundum nafnið Jóhannes eða Jón. Hann virðist vera
sami maður og Sigurður biskup Ólafs Tryggvasonar,
sá sem Adam nefnir Jóhannes hér að ofan. Má vera,
að Jóhannes hafi verið vígslunafn hans. Rudolf er sá
Hróðólfur biskup, sem var 19 vetur á íslandi og kennd-
ur við Bæ í Borgarfirði, en lézt ábóti í Abingdon í Eng-
landi 1052, mun hafa verið Normannaættar og komið
með Ólafi frá skírn hans í Rúðu. Hróðólfur kom eitt
sinn á fund Libentiusar erkibiskups á árunum 1029—32,
og er trúlegt, að hann hafi sótt sér til hans umboð til
biskupsstarfa á fslandi. (Maurer: Die Bekehrung b
597—98). Bemhard biskup er Bjamharður hinn bók-
vísi, sem var á íslandi 5 ár í öndverðri stjómartíð
Ólafs konungs, en Knútur konungur ríki gerði hann
síðan biskup í Lundi, segir Adam, og skýringargrein
telur hann fyrstan biskup þar, en næstan honum Hein-
rek digra, sem brátt verður getið.