Saga - 1958, Qupperneq 150
462
vissi ekki, hver væri erkibiskup eða ráðandi
í Noregi nema Haraldur einn.1)
Úr III, 24. kap.
(Aðalbert erkibiskup) ... Svo vingjarnleg-
ur, svo örlátur, svo gestrisinn, svo ákafur eftii'
bæði guðlegum og veraldlegum heiðri var hann,
að litlu Brimar urðu við skörungsskap hans
frægar sem Róm og fjölsóttar af trúræknum
hvaðanæva úr löndum, einkum frá öllum Norð-
urlandaþjóðum. Þeir þeirra, sem lengstan veg
sóttu, voru íslendingar, Grænlendingar og
Orkneyingar og báðu, að hann sendi þeim kenni-
menn, og það gerði hann.
Úr III, 70. kap.
... Stundum óskaði hann einnig, að sér hlotn-
aðist að deyja í starfi köllunar sinnar annað-
hvort í Vindlandi, Svíþjóð eða yzt úti á íslandi.
Oft var hann í því skapi, að hann óskaði hik-
laust, að hann sannleiksins vegna yrði jafnvel
hálshöggvinn, í trúnni á Krist. Guð, sem alla
hluti þekkir, veit, hvort hann var í hans aug-
liti betri en mönnum virtist hann.2)
]) Þessi atburður, atvik í valdabaráttu, veitir nokkra
skýring á strangdæmi Adams um Harald harðráða,
samtíðarmann sinn. Misskilningurinn, að Haraldui
iegði ísland undir sig, er dæmi þess, að Adam er ekkj
sannfróður norðar en í Danmörk, en sannleikskornið *
orðunum_ kynni að vera það, að Haraldur hafi sent bisk-
upa til íslands og ætlað sér þá sama áhrifavald y1'1
þeim og norskum biskupum, sem hann lézt geta ven
erkibiskup fyrir sjálfur. Heiftir milli Haralds og Sveius
Danakonungs kynnu að hafa áhrif á dóm Adams uiu
suma aðra hluti kapítulans.
2) Aðalbert var erkibiskup í Hamborg og Bremen