Saga - 1958, Blaðsíða 152
464
... Aldrei vildi hann færri (biskupa) hjá
sér hafa en þrjá, og var það oftast Tangward
frá Brandenburg, vitur maður og hafði fylgt
honum áður en hann varð biskup; annar var
Jóhannes, skozkur biskup, falslaus maður og
guðhræddur, sem síðan var sendur til Vind-
lands, og þar var hann drepinn með Gottskálki
fursta ...x)
Úr III, 78. kap.
Af páfanum hlaut hann þau heiðrandi sér-
réttindi, að hinn postullegi faðir afhenti hon-
um og eftirmönnum hans allan sinn rétt, svo
að hvarvetna þar, sem honum þótti henta á
Norðurlöndum, reisti hann biskupsstóla, oft
gegn vilja konunga, og vígði þar til biskups
þá kapelána sína, sem hann vildi til kjósa.2)
(Þórólf) Orkneyjabiskup, sem Adam nefnir lauslega
aftar í ritinu, og þá Aðalbert og Jóhannes er lítið hægt
að vita, nema hinn síðástnefndi sé Jón biskup írski,
eins og sumir halda, sjá næstu nmgr.
!) Vindur köstuðu kristni sinni í stjómarbyltingu
1066, drápu þennan fursta sinn og Jóhannes biskup,
gamlan. Saga hans er ögn rakin í skýringargrein fornri
við bók Adams: Þessi Jóhannes hafði farið frá Skot-
landi af útþrá og hitt í Saxlandi Aðalbert erkibiskup,
sem tók hann í þjónustu sína. — Jóhannes Scotus er
hann o_g nefndur, og hefur Scotus helzt verið þýtt: hinn
irski. Islendingabók segir, að um þetta leyti var bisk-
upinn „Jóan inn irski“ fá ár á íslandi, og af biskup-
um, sem Aðalbert erkibiskup hafði samþykkt, koma að-
eins til greina þessi og hinn Jóhannesinn, „sem vígzt
hafði í Skotlandi", — og eru líklegast sami maður báðir-
2) Fyrir utan hinn vafasama Jóan irska var Bernara-
(Bjarnharður bisJcup saxlenzki) eflaust sendur af Að"
albert erkibiskupi og eins Heinrekur, sem var 2 ar-
Með því að Adam hlaut að kannast við flesta biskupa
Aðalberts og nefna þá, þykir vart orka tvímælis, aö