Saga - 1958, Síða 155
467
sér, að „með þeim var allt sameiginlegt", jafnt
handa gestum sem innfæddum.1) Biskup sinn
virða þeir sem konungur væri, þjóðin fer öll
að bendingum hans. Allt, sem hann kveður á
um að Guðs vilja, eftir heilagri ritningu eða
venju annara þjóða, láta þeir hafa lagagildi.
Erkibiskup vor færði Drottni miklar þakkir
fyrir þá, að þeir skyldu kristnast á hans dög-
um, þótt þeir stæðu raunar fyrir kristnitöku
eigi mjög fjarri eðli vorrar trúar sökum ein-
hvers náttúrlegs lögmáls síns. Að beiðni þeirra
vígði hann ísleif til biskups, mann hins helg-
asta lífernis. Hann hafði verið sendur til erki-
biskups úr því landi og varð að dveljast all-
lengi hjá honum við mikinn heiður, lærði á
meðan, hvernig hann gæti gagnlega kennt þeirri
þjóð, sem væri nýlega snúin til Krists. Með
D Orðin innan tilvitnunarmerkja hér á undan eru
úr Postulasögunni (4, 32) um frumsöfnuð kristninnar.
Nokkrum línum fyrr vitnaði Adam í bréf til Tím. I, 6.
Þrjár skýringargreinar, varla frá Adam, eru settar
hér við, hin þriðja að vísu nokkrum línum neðar á hlaði:
Engan hafa þeir konung nema lögin, og „að syndga
er þeim óumræðilegt eða kostar þá lífið“.
Skálholt er þeirra stærsta borg (civitas).
Við fsland er hafið fullt af ís, ólgandi mjög og þoku-
fullt.
Tilvitnunin um, að synd kosti (íslending) að jafnaði
lifið, er tekin orðrétt úr óðum Horatíusar, Liber III,
24, ádeilu skáldsins á syndirnar í Kóm, bornar saman
við hina dyggðaströngu Geta, er bjuggu þar, sem nú
er Rúmenía. Hjá Getum segir skáldið hjúskaparbrot
(konu) vera óumræðilega synd eða kosta (konuna) lífið.
«er er lögmálið látið hafa miklu almennara refsigildi
u Islandi. Ummælin, að ísland sé konungslaust, rekast
a Pað, sem Adam trúði, að Haraldur harðráði hefði náð
valdi yfir landinu.