Saga - 1958, Page 156
468
honum sendi erkibiskup bréf sín Islendingum
og Grænlendingum og bar fram virðingarfyllstu
kveðju til kirkna þeirra og hét að koma hið
bráðasta til þeirra, svo að þeir gætu saman
notið fullkominnar gleði. 1 þessum orðum má
hrósa stórfenglegum viljanum, sem erkibiskup
hafði til köllunar sinnar, því að lært höfum
vér það um postulann, að einnig hann vildi til
Spánar að boða orð Guðs og gat ekki efnt það.1)
Þetta er það, sem ég hef komizt að sannri
raun um og snertir Island og yzta Thyle, en
hef sleppt skröksögunum.
Úr IV, 37. kap.
Margar aðrar eyjar eru í úthafinu, Græn-
land, þeirra ekki minnst, liggur dýpra í hafi
(norður) móts við sænsku fjöllin og Rhipa-
fjöll. Frá Noregsströnd segja menn hægt að
sigla þangað á 5 til 7 dögum líkt og til Islands.
Þar er fólkið grænt af sjávarseltu, og af því
dregur landið einnig nafn. Þeir lifa svipuðu
lífi og Islendingar, nema eru greypari í skapi
og ógna með víkingsráni þeim, er róa þar að.
Orðrómur er, að nýlega hafi kristnin einnig
flogið yfir til þeirra.2)
!) Hér er átt við óefnt loforð Páls postula, sjá bréf
hans til Rómv. 15, 24. Söknuður erkibiskups yfir Þvl*
að ferðin fórst fyrir, kemur víst fram í þessari endur-
teknu afsökun Adams á vanefndunum. — Af orðalaip
Adams má hér ráða, að hann mun hafa lesið eftirrit
eða útdrátt þessa bréfs í skjalasafni Aðalberts. Þetta
er elzta bréf, sem vita má með vissu, að sent var tu
íslands. Hefur ísleifi biskupi verið ætlað að þýða efm
þess á íslenzku og kynna það landsmönnum.
2) Sjá nmgr. 2, bls. 474. Adam ritar þetta 1072—?6-