Saga - 1958, Síða 157
469
Úr IV, 38. kap.
Þriðja er eyin Hálogaland, nálægari Noregi,
en ekki ólík hinum að stærð.
Um sumarsólstöður sést þar sólin 14 daga
samfleytt ofanjarðar, og á veturna er á sama
hátt sólarlaust jafnmarga daga. Yfirgengileg-
ur hlutur og óskiljanlegur barbörum, sem átta
sig ekki á, að misjöfn lengd dagsins stafar af
því, er sólin gengur fram og til baka. óhjá-
kvæmilegt er vegna hnattlögunar jarðarinnar,
að þegar sólin byrjar hringferð sína, geri hún
dag á einum staðnum, en burtför hennar frá
öðrum stað láti þar eftir sig nótt. Þegar hún
hækkar sig upp í sumarsólstöður, lengir hún
daga og styttir nætur fyrir þeim, sem í norðri
búa, en þegar hún sígur niður að sólhvörfum,
veitir hún þeim, er í suðri búa, eitthvað svipað.
Heiðingjar, sem fáfróðir eru um þetta, kalla
land þetta heilagt og hamingjusamt, sem slík
undur veiti dauðlegum mönnum.1)
Danakonungur og margir aðrir eru vitni mín
um, að þetta gerist þama, eins og í Svíþjóð
og Noregi og í hinum eylöndunum þama.
IV, 39. kap.
Auk þessa hefur hann skýrt mér frá enn einni
ey, er margir hafa fundið í úthafinu og er nefnd
Y^nland, því að vínber vaxa þar villt og gefa
úgætasta vín af sér. Þar vaxa akrar ósánir með
D Adam hyggnr, að Hálogaland þýði Heilagaland,
en það hefur hann víst útgrundað sjálfur, ber a. m. k.
ekki Svein konung fyrir því. Hugmyndina um hnatt-
jögun jarðar virðist hann hér hafa sótt í fyrmefnda
bók Beda prests, De temporum ratione, 32. kap.