Saga - 1958, Page 158
470
gnótt korns, það veit ég ekki af ævintýrasögn,
heldur öruggri frásögn Dana. Handan við þá
ey, sagði hann, finnst ekki byggileg ey í úthaf-
inu, en allt fullt þar utan við af hræðilegum
hafís og endalausri þoku. Á þetta minnist Mar-
tianus. Handan við Thile, segir hann, er eins
dags sigling í frosið haf. Svo reyndist nýlega
hinum víðförula Norðmannakonungi, Haraldi.
Hann vildi rannsaka á skipum breidd Hafsbotns
norður frá, en loks lá fyrir augum honum þok-
um kafinn heimsendi, og mátti þar engu muna,
að hann slyppi heill frá svelginum gapi ginn-
unga með því að snúa við.1)
Úr IV, 40. kap.
Einnig sagði mér Aðalbert erkibiskup, góðr-
ar minningar, að á dögum fyrirrennara síns
(Alebrands) hefðu nokkrir aðalsmenn frá Frís-
landi siglt í norðrið til að kanna hafið ... héldu
þeir eftir langa hafleið fram með jökluðu ís-
!) í hdr. frá h. u. b. 1434 er bætt þarna við orðaskýr-
ingu á latínu, víst frá 14. aldar ritara: Sagt er, að i
þeirra máli heiti staðurinn Ginnungagap. Skipstjóri a
konungsskipinu var nefndur Olyden Helghesson, en
stýrimaður hans Gunnar Raswen. — Fyrra nafnið er
afbakað í munni Norðmanns á 14. öld, en nafnið Óhlýð-
inn þekkist hvergi. Það minnir þó á stallara Haralds,
Úlf Óspaksson Ósvífurssonar, Helgasonar, og bjó son-
ur Úlfs, og e. t. v. Úlfur fyrr, á Rásvelli í Veradal,
sbr. Raswen, sem gæti verið afbakað úr bæjamafni eigi
síður en viðurnefni. En ef þarna er hinn alþekkti Gunn-
ar rásveinn, þá var hann hirðmaður Hákonar konungs
háleggs á 14. öld og gæti ekki snert málið, nema í mesta
lagi, ef sögusögn hefði verið til hans rakin um^ ein-
hverja týnda ritheimild. En svo langsótt skýring á svo
ungri textaskýringu virðist ekki leyfileg.