Saga - 1958, Page 159
471
landi. Þaðan plægðu þeir sjó allt til norður-
skauts ... steyptust snögglega inn í ísaþok-
una, sem varla grillti gegnum. Og sjá, hinn
svikuli hafstraumur, sem sneri til leyndrar
frumuppsprettu sinnar, dró ofsafenginn hina
ógæfusömu sjómenn í örvæntingunni, er þeir
sáu aðeins dauðann fyrir, hratt út að svelgin-
um djúpsins mikla, — það kvað vera vítisgin,
— þar sem orðrómur segir, að öll útflæður
fjarandi sævar sogist burt, en vatnsmagninu
sé spúið þaðan á ný, þegar venja er að segja,
að flæður sé. Þá, er þeir báðu miskunnar Guðs,
að hann veitti sálum þeirra viðtöku, sogaði
stríður hafstraumurinn til sín nokkur af skip-
um þeirra félaga, en flæðurin spjó öðrum frá
sér langa leið. Úr hinni bráðu hættu, sem blasti
við augum, frelsuðust þeir að góðu Guðs ráði
og hjálpuðu öldunum til þess með því að róa
af alefli burt.* 1)
tir IV, 41. kap.
Eftir að þeir höfðu þannig sloppið úr háska
þokunnar og kuldasvæðisins, rak þá óvörum
að ey, sem var umgirt háum fjöllum eins og
víggirt borg. Þeir stigu á land til að sjá stað-
hætti og hittu menn, sem földu sig um hádag-
inn í jarðhýsum. Framan við dyr þeirra lá
J) Hugmyndir miðaldanna um hafsaugað eru tíðar
i íslenzkum bókmenntum allt frá heiðnum ummælum
Urn Amlóða kvern út fyrir jarðar skauti til undirdjúps-
augans, sem Kolbeinn Grímsson undir Jökli kvað um,
bar sem „andskotinn með krappar klær/kremur hvern,
sem náir;/ eg hef róið illan sjó“. — En vísindamennsku-
blær Adams við að skýra sjávarföllin, þótt inn í miðri
atakanlegri viðburðarás sé, var alloft hafður að fyrir-
öiynd í ritum lærðra á Norðurlöndum, m. a. á íslandi.