Saga - 1958, Blaðsíða 160
472
óþrotleg gnótt af gullkerum og öðrum þeim
málmum, sem mönnum þykja fágætir og dýrir.
Síðan tóku farmennimir eins mikið og þeir
gátu valdið af þessum dýrmætum og flýttu sér
glaðir til skipa. Allt einu sáu þeir koma á eftir
sér risastóra menn, sem vér hérlendis köllum
kýklópa. Á undan runnu hundar miklu stærri
en sú dýrategund er vön að vera, og hrifsuðu
þeir í áhlaupinu einn félaga þeirra og tættu
hann á svipstundu sundur fyrir augum þeirra.
Hinir komust um borð og úr háskanum, þótt
risarnir væðu organdi eftir þeim nærri út í
rúmsjó. Með þvílíkri lieppni náðu Frísirnir til
Brima, sögðu þeir Alebrandi erkibiskupi frá
atburðum sem skilmerkilegast og gáfu offur-
gjafir Kristi og Willedad píslarvotti hans fyrir
afturkomu og björgun sína.1)
Þetta er það, sem vér höfum komizt að raun
um í náttúrufari Norðurlanda og telja má
hróðrarefni Hamborgarerkistóli.
x) Gjöf gefin Brimastóli kallaðist gefin staðardýrl-
ingnum Willedad. Alebrand var þar erkibiskup 1035—■
43. Ferð þessi verður því ekki rengd, en skröksagan,
sem Frísimir hafa sagt honum af ferðinni, bendir til.
að þeir hafi farið í víking til kristins lands og viljað
leyna því, hvar þeir rændu dýrum málmum.
Fyrr í bókinni telur Adam kýklópa búa, ásamt þjóð-
um eins og Himantopodum (einfætlingum), hundhöfð-
um og amazonum (skjaldmeyjaþjóðinni), norður i
R(h)ipheafjöllum Svíþjóðar, — auk þess sem Dana-
konungur segi smávaxna þjóð búa þar og fara reik-
unarferðir suður og niður á láglendi, hlaupfrátt fólk.
Það eyland, sem sögn Frísanna setur í hafið milli Is-
lands og Noregs, að þvi er virðist, kemst í reyndinn1
hvergi fyrir í heimsmynd Adams, hvað þá í veruleik-
anum. í Historia Norwegiæ er hugmyndin flutt í Orkn-
eyjar, þótt þar sé lítið um fjöllin.