Saga - 1958, Blaðsíða 161
473
IV.
tJr páfabréfum til Hamborgarerkibiskups
1022—1183. Keisarabréf 1158.
(Benedikt páfi áttundi sendir í apríl 1022 Uwwan
Hamborgarerkibiskupi pallium1) og bréf til að stað-
festa yfirráð hans yfir Norðurlandakirkjum).
Ef fjárhirðar þola frost og sólarbruna í önn
sinni við féð á nótt sem degi og horfa stöðugt
árvökrum augum í kring, svo að engin sauð-
kind þeirra ráfi í burt og faris.t eða sé rifin
sundur af villidýrakjöftum, hversu árvakrir
ættum vér þá eigi að vera, með striti og
áhyggju, sem nefndir erum sálnahirðar, —
kappkosta, en vanrækja eigi að framkvæma
skyldustarf, er vér undirgengumst, gæzlu Drott-
ins sauða, svo að vanræksla vor sökum aðgerða-
leysis kvelji oss eigi á ákærðrabekk hinn mikla
rannsóknardag fyrir hirðinum æðsta ...
Umboð vort og erkibiskuplegt vald veitum
vér þér og eftirmönnum þínum alla stund í öll-
um ríkjum á Norðurlöndum: Dana, Svía, Norð-
manna, Islendinga, og í öllum eyjum, er liggja
til þessara ríkja ...2)
D pallium var útsaumaður borði í skrúða erkibisk-
ups og tákn tignar hans.
2) Frumbréfið latneska befur varðveitzt. Hér er þýtt
eftir texta þess í Diplomatarium islandicum, ísl. fbr.,
I, 61—53. Úr því bindi ísl. fbr. eru einnig þýddir allir
bréfkaflar varðandi norræn erkibiskupsstörf hér
á eftir, þótt eigi sé tekið nánar fram á hverjum stað.
Taka verður fram, að á 12. öld, þegar Hamborgar-
erkibiskupar voru árangurslaust að krefjast framleng-
ingar á valdi sínu yfir Norðurlöndum, urðu til falsbréf
mörg eða villandi íaukar í eftirritum fomra páfabréfa.
I*ar stendur skýrum stöfum, að frá upphafi eða a. m. k.
frá 834 hafi þeir erkibiskupar veitt forstöðu kristninni