Saga - 1958, Side 162
474
(Benedikt páfi níundi sendir í marz 1044 Aðalbert
Hamborgarerkibiskupi pallium og staðfestir völd hans.
Upphaf er nærri eins og ú bréfinu 1022).
... Veitum vér þér því og eftirmönnum þín-
um ævinlega umboð vort og erkibiskuplegt vald
í öllum Norðurlandaríkjum, þ. e. ríkjum Dana,
Svía, Norömanna, íslendinga og öllum eyjum,
er liggja til þessara ríkja ...
(Leó páfi níundi staðfesti í bréfi 6. jan. 1053 völd
Aðalberts erkibiskups með skírskotun til bréfsins frá
1044) .i)
... Að meðtöldum þeim, sem nýlega eru
kristnaðir fyrir vemd og náð Guðs, felum vér
sem sagt þér og eftirmönnum þínum á erki-
stóli Hamborgar biskupana hjá öllum þjóðflokk-
um Svía eða Dana, Norömanna, á íslandi, hjá
Skriöfinnum, á Grænlandi* 1 2) og með öllum íbú-
á íslandi, Grænlandi, í Færeyjum, hjá Skriðfinnum
o. s. frv. Eins og Amgrímur lærði sýndi fyrstur manna,
fær engin þessara heimilda staðizt, og birtast þær því
eigi í þessu safni um ísland. Sjá annars fsl. fbr. I.
1 Bréfið lætur í ljós í upphafi, að Aðalbert hefur,
eins og hann átti rétt til, krafizt af páfa skilgreining-
ar á víðáttu valdsvæðis síns. Og tveim árum síðar fékk
hann af svipuðum orsökum nærri samhljóða skilgrein-
ing á því frá næsta páfa, Viktori öðrum, og væri að-
eins tvítekning að birta hér úr því orðin um Island, sem
héðan af var fastur upptalningarliður í biskupsdæma-
röð Hamborgarerkistóls og síðar Niðarósserkistóls, —•
en aldrei Lundar, sjá nmgr. á næstu bls.
2) Kristninnar á Grænlandi mun ekki getið í kirkju-
legum heimildum fyrr en hér, eins og erkistólnum hafi
eigi orðið kunnugt um hana fyrr en eftir bréfritun 1044
eða a. m. k. ekki fyrr en eftir að bréfið til Unwans 1022
var samið og íslandi aukið inn þar í tölu kristinna
landa. Að sama brunni ber í frásögn Adams klerks i