Saga - 1958, Page 163
475
um Norðurlanda og þá eigi síður í Vindahér-
uðum þeim, sem ná frá Peenefljóti út til Egðu-
mynnis ...x)
(Alexander páfi annar sendir Liemar Hamborgar-
erkibiskupi pallium 2. febrúar 1073 og staðfestir rétt-
indi eftir ósk hans).
Umboð vort og erkibiskuplegt vald veitum
vér þér og eftirmönnum þínum um alla tíma
í ríkjum Norðurlanda, þ. e. Dana, Svía, NorS-
manna, íslendinga, og í öllum eyjum, sem liggja
til þessara ríkja ...* 2)
Brimum litlu eftir 1072, nema hann telur Grænlend-
inga tæplega kristna eða fyrir skömmu kristnaða (í
lifandi manna minni, verður maður að ætla). Um álit
Niðarósserkibiskups á þessu um 1180, og einnig sögu-
fróðra íslendinga þá, er Þjóörekur munkur til vitnis-
burðar, og Historia Norwegiæ, sennilega frá sama
mannsaldri, telur kristnun Grænlands verk íslenzkra
manna, sjá Jón Jóhannesson: Aldur Grænlendinga sögu,
Nordæla 1956, 154—56. Jafnsnemma er hér Skriðfinnum
(Löppum) við bætt í þjóðatalið.
!) Þau samsvara Mecklenburg, Holtsetalandi og ná-
grenni Hamborgar.
2) Fyrirheitið um vald eftirmanna á stólnum „alla
tíma“ efndu páfar eigi. Danakonungur, Eiríkur eygóði,
fékk settan erkibiskup í Lundi 1104 fyrir konungsríki
sitt, og til þess erkibiskups vildu menn á öllum Norð-
urlöndum sækja biskupsvígslu og ráð um kristinrétt
og kirkjumál, þótt enginn stafur úr páfagarði sé til um
það, að honum hafi verið svo vítt umdæmi ætlað. Mark-
ús lögsögumaður íslendinga kvað svo að orði um erki-
stólinn nýja: Hljótum vér það, er hag vom bætir, hing-
að norður af skjöldungs orðum. — Um samningu Krist-
inréttar, er settur var 1122—33, var haft samráð við
Ozur erkibiskup Sveinsson í Lundi (Hungurvalca). —
Yfirráð Hamborgarerkibiskupa voru ekki formlega af-
numin, hann vildi aldrei sleppa þeim, sbr. tvö næstu
bréf.