Saga - 1958, Side 164
476
(Innocentíus páfi annar kveður skorinort á imi það
í bréfi 1133, eða nálægt því ári, og sendir bréfið Aðal-
birni Hamborgarerkibiskupi, að umdæmi stólsins sé enn
ekkert skert og megi ekki skerðast).
Samhljóða réttindum, sem veitt hafa stóln-
um (páfar) Gregoríus, Sergíus, Leó, Benedikt,
Nikulás og Adrían, staðfestum vér þér og Ham-
borgarstóli ... biskupsdæmi Danmerkur, Sví-
þjóðar, Noregs, Færeyja, Grænlands, Helsingja-
lands, íslands, Skriöfinnalands og Vinda. ...
(Friðrekur keisari rauðskeggur staðfestir í bréfi 16.
marz 1158 hin fomu yfirráð erkibiskupa í slnu rílci
yfir kirkjum Norðurlanda).1)
Undir rannsókn alsjáandi Guðs hyggjum vér
verðleika þeirra, sem staðfesta, metast jafn-
mikla og hinna, sem (fyrr) hafa rétt þann veitt.
Keisaralegri hátign vorri er einnig skylt, hyggj-
um vér, að gefa gaum hverju vandamáli í ríki
voru, sérstaklega hagsmunum allra heilagra
kirkna Drottins, og afnema með skjótum við-
brögðum allt, sem þeim er mótdrægt, svo að
!) Hartvig erkibiskup í Hamborg var kominn að raun
um, að Adrían páfi fjórði var ófáanlegur til að veita
þessa staðfesting. Auk erkistóls Dana í Lundi hafði
fengizt 1152—54 settur erkistóll í Niðarósi, og fyrir-
ætlun var um erkistól í Uppsölum, þann er reis 1164.
Þetta snerti óþægilega þýzkan keisara og valdadrauma
hans, og Friðrekur storkar páfa í bréfinu með „rann-
sókn alsjáandi Guðs“ á því, sem keisari veitir, en páfi
svíkur erkistólinn um, enda sé réttmætt eftir fordæmi
dýrlegs Hlöðvis, að keisari ráði mjög fyrir þessum
erkistóli og firri hann skaða og hnekki. En þau 32 ár,
sem Friðrekur rauðskeggur sat að völdum eftir þetta,
varð ekkert úr digurmælunum, sem í bréfinu eru, en
völd páfa uxu ört á Norðurlöndum.