Saga - 1958, Síða 165
477
þær verði eigi auvirtar með alvarlegum hags-
munahnekki eða kirkjur, að gefnu tækifæri,
hverfi frá fyrri guðsdýrkun og trúrækni ...
Og vér endurreisum tilskipun, sem var orðin
mikilli lotningu göfguð, að í stað þeim, sem
Hamborg heitir, handan Saxelfar, setti Hlöðvir,
hinn dýrlegasti keisari, erkistól af eigin ramm-
leik1) yfir allar kirkjur Dana, Svia, Norö-
manna, Færeyja, Grænlendinga, Helsinglend-
inga, íslendinga, Skriðfinna og allra landa
norður þar og ákvað takmörk (erkibiskups-
dæmisins), svo að komið yrði í veg fyrir það
í öllum tilfellum varðandi erkistólinn, að nokk-
ur biskupanna norðan Saxelfar, hvar sem væri
í fyrmefndu umdæmi, mætti kröfu gera til
nokkurra yfirráða.
V.
tír bréfum til og frá Niðarósserkibiskupi
115U—1200.
(Anastasíus páfi fjórði staðfesti í bréfi 30. nóv. 1164
boð fyrirrennara síns, Eugeníusar þriðja, d. 1153, um
erkistól í Niðarósi og ákvað, hver biskupsdæmi yrðu í
umdæmi hans, — staðfesti einnig Jón Birgisson í erki-
biskupsembættinu, sem vígður var til þess 1152. Bréfið
er ekki varðveitt nema í ungum eftirritum og með dá-
litlum orðamun).
Eugeníus váfi, fyrirrennari vor ... fól betta
til framkvæmdar sendimanni sínum, virðulegum
bróður vorum, Nikulási biskupi af Albano,2)
J) Hér vísar keisarinn í tilskipun Hlöðvis keisara
Karlamagnússonar 15. maí 834, er hann setti erkistól-
inn og gaf honum góss og réttindi. ísl. fbr. I, 1—18.
2) Nilculás (Brakespear) er einn þeirra kardínála,