Saga - 1958, Side 166
478
sem fól stjórn þinni kaupstaðinn í Þrándheimi
sem stólssetur erkibiskupsdæmis þíns um allan
aldurog skar úr því, að erkistólnum skyldu ávallt
tilheyra biskupsdæmi Oslóar, Hamarkaupangs,
Björgvinjar, Stafangurs, Orkneyjar, Færeyj-
ar, Suðureyjar, biskupsdæmi íslendinga og
Grænlands og að þau biskupsdæmi væru skyld
að hlýða þér sem erkibiskupi og eftirmönnum
þínum. Þess vegna leyfist engum nokkum tíma
að stuðla að brotum gegn þessari tilskipun.
(Magnús konungur Erlingsson lagði með bréfi 24.
marz 11741) veldi sitt undir vemd erkistólsins. Um
leið hét hann Eysteini erkibiskupi Erlendssyni og kirkj-
unni miklum réttindum, m. a. að Niðaróskirkja skyldi
hafa toll af einu skipi árlega og senda 30 lestir mjöls
til íslands).
... Auk þessa veitum vér í virðingarskyni
við hinn helga (Ólaf) píslarvott nefndri kirkju
árlega toll af einu skipi og það, að hún flytji
xxx lestir koms til íslands, ef birgðir í landi
hér leyfa ...
sem rita með páfanum samþykki sitt undir þetta stað-
festingarbréf. Anastasíus lézt fáum dögum síðar, og
varð þá Nikulás páfi, — tók sér nafnið Adríanus fjórði
(d. 1159). — Koma Nikuláss til Noregs í júlí 1152 varð
eigi aðeins upphaf erkistólsins þar, heldur sívaxandi
páfaafskipta yfirleitt, m. a. til þess að eigi yrðu þ*r
dylgjur Friðreks rauðskeggs að sannspá, að „kirkjur,
að gefnu tækifæri, hverfi frá fyrri guðsdýrkun og trú-
rækni“.
J) Þessari árfærslu Jóns Sigurðssonar á bréfinu (Isl.
fbr.) mun nú lítt eða ekki mótmælt, þótt sumir hygðu
það fyrrum frá 1163 og í handritinu standi 1176, sem
stríðir gegn dagsetningunni í bréfinu. Sbr. E. Bull:
Det norske folks liv og historie II, 202.