Saga - 1958, Síða 167
479
(Celestinus páfi þriðji staðfesti með bréfi 15. júní
1194 ýmis réttindi erkistólsins, m. a. rétt til íslands-
verzlunar).!)
... Enn fremur veitum vér yður, að þér
sendið þrjátíu lestir, sem kallaðar eru, af korni
til íslands til kaupa á klæðaefnum handa starfs-
mönnum heilags Ólafs, aðallega á þeim tímum,
sem kornbirgðir í landi yðar leyfa það. Og toll-
ur af einu skipi á ári, sem frá íslandi kemur,
staðfestum vér með hinu sama postullega valdi,
að tilheyri kirkju Ólafs helga.
(Innocentíus páfi þriðji leyfði í bréfi 25. maí 1198
(Marteini) biskupi í Björgvin að beita kirkjuaga við
þá íslandsfara, sem haldi tíund fyrir homrni).
Eins og vér komumst að raun um af skyn-
samlegum vitnisburði þínum, hafa kaupmenn
tilheyrandi biskupsdæminu, þeir sem siglt hafa
yfir til íslands í viðskiptaerindum, haldið sér
til sálarháska tíundum þeim, sem kirkjan er
að fornu fari vön að fá; og þeir synjuðu að
greiða þær.
Viljum vér því ráð sjá fyrir þér og kirkju
þinni af föðurlegri umhyggju. Vér leyfum þér,
bróðir, með postullegu. valdi, að þú hafir, svo
fremi sem kaupmennirnir neita að undangeng-
inni áminningu að greiða vanalegar og skyldug-
ar tíundir, frjálst fullræði að beita kirkjulegum
refsingum til að vinna bug á hinni drambsam-
legu mótspyrnu gegn kröfunni ...
*) Bréf frá sama páfa 17. marz 1196 til kórsbræðra
í Niðarósi bannar stranglega, að leikmenn hafi nokkra
lögsögn yfir andlegum málum eða prófi sakir, sem falli
undir kirkjulegt dómsvald. íslands og kristniréttar þess
er að engu getið þarna, en bréfið hefur sennilega verið
kunngert Páli biskupi og Brandi biskupi Sæmundarsyni.