Saga - 1958, Side 168
480
(Innocentíus páfi þriðji áminnir 30. júlí 1198 báða
biskupa og alla klerka fslands um vandlæting og siða-
bót. Bréfið er þýtt óskert).1)
Páli Skálholtsbiskwpi og Brandi Hólabiskupi,
öðrum kirkjuleiðtogum og klerkum gervöllum
um Island. Bréf þetta bendir á alvarlega lesti,
sem bót þarf á að ráða á íslandi.
Þótt ey yðar sé óraleiðir burt frá Róm, ber
yður að virða það, að þér eruð eigi útlægir
gervir frá vorri postullegu vernd og að vér,
sem samkvæmt postulahlutverki embættisins,
sem á herðar vorar er lagt, og eftir postulans
boði erum orðnir skuldunautar viturra sem
óviturra og berum þannig föðurlegan kvíðboga
fyrir þeim, sem oss eru nálægir, látum um-
hyggju vora einnig ná til þeirra, sem í fjar-
lægð búa, og föðmum þá með kærleiksörmum,
fjarlæga líkamlega, en andlega nálæga.
Vér höfum með föðurlegum velvilja tekið
móti harla kærum syni, Erlendi ábóta, sem þér
létuð senda oss og bar bréf, maður í góði áliti.1),
Og af frásögnum hans heyrum vér, — þótt
ekki flytti hann oss nein innsigluð bréf úr landi
yðar, en segist hafa sent þau frá sér, er hann
var í hættulegri sjóferð, — að ýmislegt sé í
landinu orðið eins og að hefð og venju, sem
Útrýma þarf úr akri Drottins með kostgæfni,
svo að þyrnar og illgresi kæfi ekki sæði fagn-
x) Stuðzt á köflum mjög við þýðing Boga Th. Mel-
steðs: ísl. saga III, 348—51.
J) Erlendur virðist norrænn maður og ekki íslenzkur,
hefur a. m. k. ekki ráðið fyrir neinu af hinum föstu
klaustrum landsins. Erlendur Brandsson, skagfirzkur
prestur, tók munkvígslu á biskupsárum Páls (eða síð-
ar), en ekkert bendir til, að hann sé ábóti þessi.