Saga - 1958, Síða 169
481
aðarerindisins. Og þar á meðal viljum vér nefna
það, sem á eftir fer, eins og dæmi sett fram
til varnaðar, svo að þér kappkostið af þeim
sökum að forðast aðrar höfuðsyndir, sem hafa
það í för með sér, að reiði Guðs kemur yfir syni
trúleysisins, en þeir elska skíthauga meira en
skartklæði björt og taka myrkrin fram yfir
Ijósið.
Og svo að byrjað sé á byrjuninni, lesti óhlýðn-
innar, sem innleiddi syndina í heiminn. 1 kirkju
Guðs hafa verið greind mismunandi stig í lík-
ingu við Kúríu himnaríkis, svo að allt fari rétt
fram, með því móti að hinir lægra settu fylgi
vandlega fyrirmælum yfirboðaranna. Þess
vegna hefur og rómverska kirkjan, ekki eftir
mannlegum, heldur guðdómlegum ráðum, verið
sett eins og kennimóðir yfir allar og hverja
einstaka kirkju veraldar, svo að þær standa
gagnvart henni andlega eins og limir gagnvart
höfðinu. Hirðir hennar hefur útdeilt sínu hlut-
verki á þann veg til annara kirkna, að þótt
hann hafi sáluhirða þeirra til að taka þátt í
umsjóninni, hefur hann samt einn á hendi full-
ræði valdsins, svo að hinir geta sagt um hann
næst á eftir Guði: „Einnig vér höfum þegið
af gnótt hans“. Eins og fyrmefndur Erlendur
á'bóti hefur skýrt oss greinilega frá, vilja þeir,
sem undir yður eru gefnir, ekki, þegar þeir
drýgja synd, beygja sig í auðmýkt fyrir kirkju-
höfðingjum sínum og láta af illu eftir hollum
áminningum þeirra og vinna góð verk, heldur
steyta þeir báða hnefa fram móti straumi guð-
legrar ráðstöfunar, og er eins og þeir spymi
gegn broddunum, þótt drottinlegt ráð hafi kom-
ið á stigum og stéttum, til þess að hinir lægri
Saga - 31