Saga - 1958, Blaðsíða 170
482
skyldu sýna hinum æðri virðingu. Vissulega
munu þeir, sem slíkt drýgja, ekki öðlast Guðs
ríki, ekki skilja þeir stærð villu sinnar. Enda
skal samkvæmt spámannsins orðum berjast
gegn athæfi falsspámanna og eigi þola glæp
hjáguðadýrkunar. Margir eru þessir menn
valdamiklir og verja afbrot sín með óskamm-
feilni, minnast eigi þess, að skrifað stendur:
Hinir voldugu munu þola miklar kvalir — og:
Steypt hefur hann af stóli hinum voldugu. —
Aðrir eru af lægri stéttum. Og til þess að geta
steypt sér út í syndina með enn meiri óskamm-
feilni, reyna þeir að verja sig með því að skír-
skota til þeirra, sem æðra eru settir, hneigja
hjarta sitt til illgjamra orða til afsökunar því,
að þeir verji syndina. Rétt eins og þeim væri
á dómsdegi, þegar hver fær sína byrði að bera,
unnt að verjast hinni komandi reiði, en þeir
eru þá geymdir vegna glæpa hinum eilífu logum.
Vér viljum ekki fjölyrða um manndráp,
brennur og frillulífi né það, að þér dirfizt að
samneyta bannfærðum mönnum, einkanlega
Sverri, sem bæði er bannsettur og trúvillingur,
fjandmaður Guðs og helgra manna í verkum
sínum.1)
!) Þessar ávítur eru sýnilega framhald af áminning-
um Eysteins erkibiskups og Eiríks erkibiskups við ís-
lenzka höfðingja á dögum Þorláks helga, sbr. bréf þeirra
árin 1173, 1179-—80, 1189—90, sem varðveitzt hafa í
íslenzkum texta. En sérlega reiði páfa hefur Páll biskup
Jónsson hlotið fyrir það, að hann dvaldist í vígsluför
sinni með Sverri Noregskonungi 1194—95 og þá af hon-
um sæmdir. Orð páfa um brennur virðast vera sönn-
un þess, að Erlendur hafi komizt norðan á rúmi ári
allt til Róms og flutt honum fregn af Lönguhlíðar-
brennu, sem varð 7. maí 1197.