Saga - 1958, Blaðsíða 171
483
Ef vér vildum telja nákvæmlega allt og eitt,
sem þér, knúnir syndum manna, þykið láta tíðk-
ast meðal yðar, mundi bréfið verða óendanlegt
og leiðinlegt þeim, sem lesa það og heyra. En
vér syrgjum þungt og hryggjumst yfir því, að
þetta skuli viðgangast frjálst meðal yðar.
Ég beinlínis hræðist og er hrærður af ugg
um það (sem Guð forði), að sökum skeytingar-
lausrar vanrækslu yðar kunni það að koma yfir
yður, sem þér látið ógert að reka á flótta og
einmitt hlúið virktavel að, orðnir að þeim mál-
lausu rökkum, sem megna ekki að gelta. Við
þá segir spámaðurinn: Kalla þú, linn eigi að
kalla, með rödd eins og gjallandi lúður, kunn-
gjör lýð mínum glæpi hans og niðjum Jakobs
afbrot þeirra. — Og í Efesus mælti postulinn:
Hreinar eru hendur mínar af blóði yðar allra.
Því að ég hef ekki hlífzt við að opinbera yður
allt ráð Guðs.1) — Hann hefði þá eigi verið
hreinn af blóði þeirra, ef hann hefði ekki viljað
kunngjöra þeim dóm Drottins. Hefði hann eigi
sem sálnahirðir viljað segja þeim skorinort til
syndanna, mundi hann vafalaust hafa tortímt
þeim með því að þegja.
Af því að þér eigið á hræðilegum degi dóms-
ins að gera reikningsskil fyrir bæði eigin gerð-
ir og undirgefinna, já meira að segja fyrir
hvert andvaralaust orð, sem þér kunnið að
hafa sagt, þá hvetjum vér yður alla og áminn-
um í nafni Drottins og leggjum yður þá skyldu
á herðar fyrir munn hinna postullegu rita, að
þér rísið hraustlega gegn hinum seku eins og
gegn villidýrum í Efesus, svo að þér fallið ekki
O Postulasagan 20: 26—27.