Saga - 1958, Side 172
484
að loknu lífi í reiðihendur lifanda Guðs, þær
sem skelfast ber, — að þér frestið ekki að ger-
ast virkisveggur til verndar húsi Drottins og
rísa upp sem óvígur innrásarturn móti borg-
armúrnum í Damaskus,1) eyðileggja hann og
sundra honum, en jafnt fyrir því endurreisa og
planta í eindrægni, svo sem í kirkju Guðs ber
að eyða og sundra, byggja og planta.
Þar sem vér enn fremur höfum margt við
yður að tala, sem ekki er auðvelt að koma fram
með í þessu bréfi, álítum vér, eftir að stuttlega
er drepið á þetta, sem að framan er ritað, að
rétt sé að tilkynna yður, að samkvæmt boði
Ijósföðurins, sem allt gefur bezt og allt gefur
fullkomið, höfum vér ákveðið að senda á fund
yðar mann, sem vér höfum fundið hér sjá oss
og er eftir voru hjarta. Þegar hann hittir yður,
skuluð þér verða þess vísir af honum í einstök-
um atriðum, hvað þér skuluð láta ógert og hvað
þér eigið að gera, og eins um þau atriði öll,
sem þér vöktuð máls á við oss.
Gefið í Reate 3. kalendas Augusti.
Bréf ritað höfðingjum og alþýðu á íslandi.
(Bréfið er sent sama dag og samhljóða hinu, nema
eftirfarandi grein er þar rituð í stað kaflans: En vér
syrgjum þungt ... sundra, byggja og planta:)
En vér syrgjum og hryggjumst yfir því, að
þetta skuli viðgangast frjálst meðal yðar, en vér
vildum, að þér yrðuð sáluhólpnir og kæmust
til þekkingar á sannleikanum. Til þess mun
2) Þriðja krossferðin (1187—92) og atburðir hennar
í Sýrlandi voru í fersku minni.