Saga - 1958, Blaðsíða 173
485
vegnrinn hjálpvænlega undirbúinn handa yður.
Ef þér veitið kirkjuhöfðingjunum hlýðni, þá
hlýðið þér Guði í þeim, og ef þér gætið þess
að sýna þeim virðingu, þá heiðrið þér með því
Guð í sjálfum þeim, og Guð er fyrirlitinn, ef
þeir eru fyrirlitnir, og þegar tekið er á móti
þeim, er tekið á móti honum og hann einnig
heiðraður. Og verjið mikilli fyrirhöfn til góð-
verka, einkum til ölmusugjörða, en um áhrif
þeirra segir ritningin: Eins og vatn slekkur
eld, slekkur ölmusugjöfin syndir.1)
VI.
ÞjóðreJcur munlcur: Um Jconunga Norðmanna
að fomu..
Þegið hef ég, ágæti höfðingi, laun þess verks,
að ég riti stuttlega atriði nokkur um konunga
Norðmanna að fornu, eftir því sem vér feng-
um nákvæmlega spurt hjá mönnum, sem taldir
eru hafa frábærlega sterkt söguminni og vér
köllum fslendinga og stunda þau efni, sem víð-
frægð eru í gömlum kvæðum þeirra. Af því
að varla er nokkur þjóð svo vanger og ómennt-
uð, að hún muni ekki hafa skilað niðjunum ein-
^JInnocentíus páfi þriðji staðfesti 13. febrúar 1206
í bréfi frá Róm, að erkistóll í Niðarósi haldi þeim völd-
um, sem fyrirrennarar hafi ákveðið, ísl. fbr. I, 342—48.
Kaflar í bréfinu eru nær orðrétt eins og í bréfi Ana-
stasíusar páfa 1154, m. a. einu ummælin þar, sem varða
Islandsyfirráð erkibiskupsins. Eins er um skrá eða
skrár páfagarðs á þessum árum um skattskyld biskups-
dæmi, þar sést aðeins, hvað biskupssetrin heita: Skál-
holt, Hólar, Garðar o. s. frv. (fsl. fbr. I, 718). Eigi ger-
ist þörf að birta til skýringar sögu þjóðveldistímans
J^gri páfabréf en nú hefur verið getið.