Saga - 1958, Síða 174
486
hverjum minjum um fyrirrennara sína, hygg
ég vel við eiga að festa í framtíðarminni vit-
neskju þessa um forfeður vora, þó að fáorð sé.1).
Úr 1. kap.
Frá Haraldi hárfagra: Árið 8522) tók Har-
aldur hárfagri völd, sonur Hálfdanar svarta.
Hann rak fyrstur burt alla smákonunga og
eignaðist einn allan Noreg, og lézt hann frá
sjötugri landstjórn. Þetta ártal setjum vér
samkvæmt því, sem vér gátum kappsamlega
rannsakað hjá þeim, sem vér á norrænu nefn-
um Islendinga og þykir fullvíst, að séu án
nokkurs efa gagnkunnugastir og athugulastir
í þeim efnum allra Norðurlandaþjóða. En af
því hve geysiörðugt er að handsama með fullri
J) Theodricus monachus: De antiquitate regum Nor-
wagiensium. Monumenta hist. Norvegiæ. Kristiania
1880, 3ff. — Hér eru birt upphafsorð að formála rits-
ins, og lýtur fyrsta ávarpið að því, að Þjóðrekur (sum-
ir hyggja, að Þórir kynni hann að hafa heitið, þótt það
svari mun verr til latínuheitis hans: Theodricus) samdi
bæklinginn fyrir Eystein erkibiskup Erlendsson árið
1180 eða hér um bil þá. Með Eysteini, sem var í karl-
legg af Úlfi stallara Óspakssyni, hafa sennilega gist
þeir sagnfróðir íslendingar, sem töldu til frændsemi
við hann, og margir klerkar af fslandi. Bréf Eysteins
erkibiskups til íslenzkra höfðingja um siðabót og að
þeir hætti „búfjárlífi" sínu í kvennamálum er frá
þessu ári og mun sýna, að gestir hans kunnu eigi þ®r
sögur einar að segja, sem fomar voru. Þjóðrekur hefur
færra skráð af tali þeirra en skyldi. — Torvelt er um
að dæma, hvort hann hefur lesið eitthvert íslenzkt rit
eða eigi.
2) 858 í einu hdr., en það virðist lagfæring til að
láta þessa heimild ekki stangast við annála, sem setja
landstjóm Haralds hárfagra 858—928.