Saga - 1958, Page 175
487
vissu hið sannasta um þetta, viljum vér með
engu móti láta þetta ártal fyrir standa, ef ann-
að réttara fæst sett.
3. kap.
Um finnendur íslands: Á 9. stjórnarári Har-
alds eða 10., telja sumir, héldu kaupmenn nokkr-
ir til eyja, sem vér köllum Færeyjar, hrepptu
þeir þar óveður, og rak þá lengi örþreytta um
mikið haf og loks að landi nokkru fjarlægu
mjög, sem ýmsir hyggja vera eyna Thule.
Hvorki getum vér sannað né synjað fyrir, hvað
hæft muni í því. Þeir stigu af skipi og reikuðu
um landið, en þótt þeir gengju á fjall, sáu þeir
hvergi inni í landi merki mannabyggðar. Þeir
sneru því til Noregs, gerðu kunnugt um landið,
sem þeir fundu, hrósuðu því mjög, svo að all-
marga fýsti að leita þess. En meðal þeirra er
fremstan að nefna göfugan mann, sem Ing-
ólfur hét, úr fylki því, er Hörðaland heitir,
hann bjó skip sitt og fór í félagi við mág sinn,
sem Hjörleifur hét, og marga aðra að leita
þessa lands, fann það og tók að nema það með
mönnum sínum á hér um bil 10. ríkisári Har-
alds. Og þá hófst byggð fyrst á ey þeirri, sem
vér nú köllum Island. Auk þess sem fáeinir
menn frá írlandi, sem er hið smærra land Bret-
landseyja, eru taldir hafa verið þar forðum
eftir sannindamerkjum þeim, að fundizt hafa
bækur þeirra og eigi allfá áhöld. Á undan fyrr-
nefndum Ingólfi höfðu raunar tveir farið sömu
erinda, hinn fyrri er nefndur Garðar, og eftir
honum var landið fyrst kallað Garðarshólmur,
en hinn kvað nefndur Flóki. En þessi orð mín
um mál þetta verða að nægja.