Saga - 1958, Blaðsíða 176
488
Úr 8. kap.
Er Ólafur (Tryggvason) kom heim og tók
með sér biskup nokkurn og aðra trúaða menn
að boða Norðmönnum orð Drottins: ... Sig-
ward biskup, er til þess var vígður að boða þjóð-
um Guðs nafn, og allmarga aðra, sem hann gat
haft með sér:
Theobrand prest frá Flandern og enn frem-
ur Thermo nokkum, sem einnig var prestur,
og djákna nokkra.1)
12. kap.
Er ísland tók við kristni fyrir tilstilli hans:
Konungur sendi, er ár var liðið (frá dauða
Hákonar jarls), Theobrand prest til íslands
að boða orð Drottins. Það land sögðum vér að
framan, að ýmsir álíti eyna Tyle vegna þess,
að með þeim er nokkur líking, einkum að stöð-
ugur dagur er kringum sumarsólstöður og sam-
svarandi nótt um sólhvörf vetrar. Er hann var
þangað komixm, tók hann að boða þeim Krist,
og þótt hann sækti fast, gat hann á tveim ár-
um aðeins með naumindum snúið fáeinum, af
því að þjóðin var svo harðlynd og greyp í skapi.
En meðal þeirra, sem tóku á sig ok Krists, voru
þessir helztir: Hallur af Síðu með öllu skyldu-
liði sínu og Gizur í Skálaholti, — hann var
!) Við nöfn þessi er það að athuga, að Ágrip, sem
er í rittengslum við bók Þjóðreks og nokkru yngra,
orðar þessa málsgrein svo:
... ok hafði með sér Sigurð biskop, er til þess var
vígðr at boða lýðum Guðs nafn, ok enn nekkvera lærða
menn, Þangbrand prest ok Þormóð ok enn nekkver
djákn. — Nafn Þangbrands er rímbundið í framburði
í vísu Steinunnar frá árinu 999.