Saga - 1958, Page 177
489
faðir ísleifs biskups, sem fyrstur reisti í því
landi biskupsstól, að kirkju þeirri, er hann
hafði sjálfur reist og helgað sælum Pétri post-
ula, varði þangað allri arfleifð sinni. Þriðji var
Hjalti úr Þjórsárdal, en fjórði Þorgils úr ölf-
usi. En er Theobrand sneri aftur á konungs
fund, fylgdu honum tveir hinna fyrrnefndu, þ.
e. þeir Gizur og Hjalti. Og er Theobrand hitti
konung, hlaut hann ákafleg reiðiorð af honum
fyrir litla framkvæmd erindis. Næsta sumar
sendi því konungur Thermo prest, sem þeir
kölluðu Þormóð á norrænu. Með honum fóru
og hinir fyrmefndu tveir og hétu konungi að
styðja af alefli boðskap Krists. Svo áhrifarík
náð heilags anda fylgdi þess prests prédikun,
að gjörvöll heiðingjaþjóðin sneri brátt til
Krists. Því að er þeir tóku land, stóð þar yfir
þjóðsamkoma, er þeir nefna alþingi. Og er
múgur heiðinna manna varð þess var, að þeir
nálguðust, hljóp allur lýðurinn til vopna, vildi
einhuga svipta þá lífi. En að guðlegri tilstilli
héldust þeir svo í skefjum, að andspænis smá-
um liðstyrk kristinna manna hvorki gátu þeir
né þorðu að gera þeim neitt til meins. Það, sem
nú er sagt, verður að nægja.
VII.
Saga Noregs.1)
... En farmenn nokkrir, sem heim vildu
sigla af Islandi til Noregs og hrakizt höfðu í
norður af áhlaupum mótvinda, náðu loks þang-
Historia Norwegiae. Monumenta hist. Norwegiœ,
71ff.