Saga - 1958, Blaðsíða 178
490
að, sem þeir síðan fullyrtu sig hafa fundið,
milli Grænlands og Bjarmalands, risavaxna
menn og Kvennaland, — en þær eru sagðar
verða óléttar af að bragða vatn.1) — Þar í frá
er Grænland skilið af gaddfreðnum tindum,
en það þjóðland fundu og byggðu Islendingar
og styrktu það kristinni trú, það er hinn vestasti
jaðar Evrópu og teygir sig nærri til Afríku-
eyjanna, þar sem hafsmegin ryðst inn, þegar
flæður sævar er. Handan við Grænlendinga-
byggðir, í norðurátt, hafa veiðimenn fundið
eitthvert smávaxið fólk, sem er kallað Skræl-
ingjar. Sé vopn borið á þá lifandi, hvítnar sár
þeirra og blæðir eigi, en úr þeim dauðum ætl-
ar blóðið aldrei að hætta að renna. En járn
skortir þá alveg, hafa skotvopn úr hvaltönn-
um, skarpar steinflísar fyrir hnífa.
... hinn firnadjúpi Hafsbotn, sem á sér
Karýbdis, Skyllu og svelgi óumflýjanlega, þar
ganga einnig í sjó fram jökulfjöll, sem steypa
af sér í hafið feikilegum jökulskriðum, sem eru
auknar flóðspýjandi boðaföllum, samrunnar í
helkulda norðurs, og fyrir þeim verða oft óvart
kaupmenn, sem til Grænlands sækja, svo að
mjög er hætt við að þeir bíði þannig skipbrot.
Þar eru stórvaxnir hvalir af ýmsum tegundum
og brjóta sterkustu skip, gleypa farmenn eða
kaffæra þá. Þar eru hrosshveli eineyg með
flaksandi manir og sjást plægja marflötinn í
grimmdarham, þar er stökkull, þar er haf-
3) Kvenland eru í raun réttri byggðir Kvena, hins
finnska þjóðflokks, einkum norður móts við Lófót í
Noregi. En rangþýðing á nafninu leiddi af sér kynja-
sögur um landið, og vottar þegar fyrir þeim hjá Adam
klerki.