Saga - 1958, Síða 180
492
lend auðn og eigi þekkt fyrr en á dögum Har-
alds hárfagra. Þá fóru Norðmenn tveir, Ing-
ólfur ogHjörleifur, landflótta sökum víga, höfðu
með sér konur og börn á skipum, til að finna
ey, sem Garðar hafði fundið og þeir leituðu
loks aftur uppi í kvikum sjávaröldum. Og á
hér um bil fimmtíu árum varð hún öll byggð,
eins og niðurskipun landnámsins er nú. Norð-
menn kalla 'hana ísland, sem þýðir jöklajörð,
því að ey sú hefur ótal fjöll þakin sísnævi, og
séu þau geislamerluð, eru farmenn langt úti
á sjónum vanir að taka mið af þeim til að ná
hagstæðri höfn. Eitt þeirra er Hekla,1) sem
hristist öll með urghljóði í voðalegum skjálfta
eins og Etna og gúlpar upp úr sér brennisteins-
logandi kyndlum. Sömuleiðis vella í mörgum
stöðum upp heitar lindir, sem þeir, er nærri
búa, nota fyrir bað með því að skýla þeim með
þaki og tempra með köldu vatni. Til eru einnig
þeir pyttir í eynni, að sé ull eða flík þar í eina
nótt í bleyti, verður steingervingur úr því. Þar
er einnig uppspretta, sem ólgar upp úr sandi
í árbug nokkrum og hefur bragð og lit öls;
er sagt hressandi drykkur, en fyllir menn varla.
Ekki finnst mér hægt að ganga fram hjá því,
sem menn segja hafa gerzt þar á vorum dög-
um, að á þriggja mílna breiðu svæði tók sjór
að fossa eins og straumur í sundi og sjóða eins
og í potti. Þá opnaðist jörðin úr djúpi, spjó eldi
og gufum og miklu fjalli, sem reis úr öldunum.
Þótti mörgum undur eigi lítið og mundi slíkt
J) Höf. ritar fjallsheitið á latínu mons casulæ, því
að casula er yfirhöfn með áfastri hettu, eins og heklur
voru; mons þýðir fjall.