Saga - 1958, Page 181
493
boða veröldu stórtíðindi eða heimsendi, þegar
höfuðskepnur gera sjálfkrafa þvílíkar gleyp-
andi dyr og valda öðrum eins jarðhræringum.
Enda segir Solinus1) í bók sinni, sem hann
gerði um undur heimsins, að í jörðinni séu hin
dýpstu undirdjúp (eins og skrifað stendur:
brunnar undirdjúpanna miklu rufust opnir)
og fast við þau gapandi hellar, sem geyma í
sér vinda getna af vatnsþrungnum andardrætti,
og eru það andar stormanna. Gegnum leynda
ganga í jörðinni soga þeir vindar, í því þeir
draga að sér anda, til sín vötn sjávarins og
geyma í undirdjúpshólfi til að blása þeim aftur
af jafnmiklu afli frá sér. Þaðan kemur flæður
sjávar, hafstraumar, svelgir og iður. Af þessu
spretta einnig jarðskjálftar og ýmisleg gufu-
gos og brennandi gos. Því að þegar biástur
vindanna er innibyrgður í munni jarðar og
kominn að því að brjótast út, sprengja þeir
jarðþungann með hroðalegum gný, svo að land
hlýtur að skjálfa. Þegar andi vinda tekst sann-
arlega á við eldinn þar inni og brýzt svo í miðju
hafi upp úr undirdjúpum, sjá menn koma upp
reykþrungnar gufur og brennisteinselda. Með
slíkum hætti trúa menn að sé jarðskjálfti í
jörð, og er hann þruma í skýjum, gjá kemur í
jörð og elding í ský. Þótt vér skiljum harla
óglöggt þessi og önnur stærri heimsundur,
skyldu þau engu fremur fyrir því sögð yfir-
náttúrleg né talin fyrirboði þess, að jörðin
sökkvi í sæ; honum, sem þekkir allt hið óþekkta,
*) Sbr. bls. 457, en Solinus mun hafa heyrt þetta úr
ritum Platóns, mest úr Faidon, þar sem grísk jarðeðlis-
fraeði skóp langlífa hugmynd.
á