Saga - 1958, Page 182
494
óumbreytilegum skapara breytileikans, veitir
náttúran með einhverjum furðulegum hætti dá-
samlega þjónustu í öllu. En veikur logi anda
vors, umluktur þykkum myrkva gleymsku, er
ekki virkur nóg til skilnings á 'hinu hæsta og
dýpsta; látum oss því biðja hann, sem með
anda skynsemdar lýsir afkima myrkranna, að
hann tendri Ijós í oss.
Hingað til höfum vér lýst hinum skattskyldu
eylöndum hverju um sig. Nú skulum vér snúa
penna að því að greina, hverjir konungar hafa
stýrt Noregi og hvaðan upp runnir.
... (Ólafur Tryggvason) sigldi til Noregs,
hafði með sér Jóhannes biskup og Þangbrand
prest, sem hann sendi íslendingum til trúboðs,
— hafði einnig nokkra fleiri klerka, sem voru
einhuga að taka til að boða heiðingjum einum
munni fagnaðarerindi Krists. Fyrir óendan-
lega miskunn Drottins snerust Norðmenn til
trúar og gerðu Ólaf konung sinn .. . og þannig
gerðist það, að innan fimm ára gaf hann Kristi
allar skattlandsþjóðirnar: Hjaltlendinga, Orkn-
eyinga, Færeyinga og íslendinga, frábæra í trú,
glaða í von, brennandi í kærleik.
... Ólafur (Haraldsson) hélt frá Englandi
og sigldi tveim knörrum miklum til föðurlands
síns og með honum biskupar fjórir: Grímkell,
Bernard, Rudolf, Sigfrid.1)
D Með þessum orðum lýkur Historia Norwegiæ-