Saga - 1958, Page 183
495
VIII.
Or Danasögu, er Saxi geröi.1)
í formála:
Eigi má heldur iðja íslendinga gleymast í
þögn. Vegna ófrjósemi lands síns eru þeir
lausir við óhóf í mat og uppfylla stöðugt skyld-
ur hófseminnar, eru vanir að nota ævina hverja
stund til að afla þekkingar um dáðir annara,
vega skort sinn upp með andlegri dáð. Allra
þjóða sögur telja þeir sér því nautn í að þekkja
og setja í frásagnir, þeim þykir ekki minna
um vert að lýsa afrekum annara en að sýna
sín eigin. Fræðasjóði þeirra, fulla af söguleg-
um sönnunargögnum, hef ég kynnt mér kapp-
samlega og samið eigi lítinn hluta verks míns
upp úr frásögnum þeirra. Hef ég eigi forsmáð
að hafa þá mér að ráðgjöfum, sem ég vissi
svo þrautkunnuga fornöldinni.
2. kap.
Vestur frá honum (Noregi) og umflotin út-
hafi miklu finnst ey sú, sem nefnd er ísland,
með einungis hrörlegri mannabyggð, og þó má
tilgreina þaðan ótrúlega hluti og fágæta undra-
viðburði. Þar er lind, sem rýkur úr og breytir
með illum reyknum eðli hvers sem er. Það, sem
fyrir blæstri þeim verður, ummyndast allt í
harðan stein. Orkar tvímælis, hvort slíka hluti
er meira að undrast eða óttast, þegar þvílík
harka býr í mýkt rennandi vatns, að allt, sem
■*) Danasögu sína, Gesta Danorum ritaði Saxi (Saxo
Grammaticus) á bilinu 1180—1200. Hér er þýtt eftir
^tg. þeirra J. Olriks & H. Kæders, Kbh. 1931.