Saga - 1958, Side 184
496
snortið er eimi þess og dögg, er snögglega að
steini orðið, svo að ekki er óbreytt nema sköpu-
lagið. Sagðir eru margir aðrir vatnspyttir,
sem magnast stundum að vatni, flæða upp yfir
þrönga barma sína og þeyta droparegni til him-
ins, en stundum hjaðnar vatnið niður í svelg
sinn og sést varla niður í það, þegar það sog-
ast burt í hella inni í jörðinni. Þannig stökkva
þeir hvítri froðu á allt kringum sig, meðan
þeir ólga, en er sjatnar, fær engin skarpskyggni
eygt í þeim vatn. 1 þeirri ey er fjall, sem vell-
andi bál stendur upp úr um eilífð, og birta
er áþekk af þrotlausu eldflóði þess sem af him-
intunglum. Ekki eru þau undrin minnst, að
land í helgreip frosta skuli fela í sér þá kyndi-
efnagnótt, sem nærir af leyndum birgðum sí-
brunann og æsir með því endalaust upp hitann.
Á vissum, ákveðnum tímum veltur að eynni
samfelldur hafís. Þegar hann kemur að og tek-
ur að rekast á ófrýnar hymur strandar, berg-
mála fjöllin brothljóðsraddir útsævar, og dyn-
ur í hlustum hávaði margur ókunnur, af því
er saman skellur. Af þessu hafa menn haldið,
að sálir, sem fengið hafa refsidóm fyrir illt
líf, eigi að bæta í þeim hörkugaddi syndir sín-
ar. Þótt jaki brotinn úr ísnum sé rækilega
fjötraður, sleppur hann úr höftum og gæzlu
um leið og meginís rífur sig frá landi. Undrun
er hugurinn lostinn, að fastreyrður hlutur og
margvíslega hindraður skuli fylgja svo fast
út aftur hafísnum, sem hann tilheyrir, að hann
hlýtur á óhjákvæmlegum flótta að gera kapp-
samlegustu gæzlu árangurslausa. Þar er aðr-
ir ísar, aðgreindir af f jallgörðum og milli tinda,
og vitað er, að þeir hverfa á vissum fresti efra